Yfirkjörstjórn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Yfirkjörstjórn er stjórnvald og hefur yfirumsjón með framkvæmd atkvæðagreiðslna á tilteknu svæði. Þær starfa samkvæmt þeim lögum og reglum sem gilda í hverju ríki fyrir sig.

Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi eru tvenns konar yfirkjörstjórnir.

Yfirkjörstjórnir kjördæma[breyta | breyta frumkóða]

Yfirkjörstjórnir kjördæma sjá um framkvæmd alþingiskosninga, forsetakosninga og þjóðaratkvæðagreiðslna, nema annað sé sérstaklega áskilið í lögum. Í þær kýs Alþingi fimm aðila í þau embætti og fimm til vara, samkvæmt tilnefningum frá þeim þingflokkum sem sitja á þingi. Kosningar í þau embætti fara fram fljótlega eftir að Alþingi kemur fyrst saman eftir almennar alþingiskosningar og gildir skipunin í embættin þar til Alþingi kýs í yfirkjörstjórnir að nýju.

Yfirkjörstjórnir sveitarfélaga[breyta | breyta frumkóða]

Yfirkjörstjórnir sveitarfélaga sjá um framkvæmd kosninga í sveitarstjórnir og eru kosnar á fyrsta fundi sveitarstjórna. Í þær eru kosnir þrír aðilar og þrír til vara, og í fjögur ár í senn. Allir sem eru í yfirkjörstjórn verða að eiga kosningarrétt í því sveitarfélagi.

  Þessi hið opinbera grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.