Yellowknife
Yellowknife er höfuðborg og stærsta sveitarfélag Norðvesturhéraðanna í Kanada. Íbúar voru tæplega 20.000 árið 2016. Borgin liggur við norðurströnd Stóra þrælavatns, um það bil 400 km sunnan við Norðurheimskautsbauginn, við vestanverðan Yellowknife-flóa við mynni Yellowknife-árinnar. Yellowknife („Gulihnífur“) dregur nafn sitt af ættflokki sem var einu sinni kallaður „indíánar gulu hnífanna“, sem versluðu með verkfæri úr kopar. Íbúarnir eru af blönduðu þjóðerni í dag. Fimm hinna ellefu opinbera mála Norðvesturhéraðanna eru töluð í Yellowknife: denesuline, dogrib, suður- og norðurslavey, enska og franska. Á dogrib heitir borgin Somba K’e, sem þýðir „þar sem peningar eru“.
Borgin er talin hafa verið stofnuð árið 1934 eftir að gull fannst í nágrenninu, en hafnarstarfsemi borgarinnar hófst ekki fyrir en árið 1936. Yellowknife varð fljótlega miðpunktur verslunar í Norðvesturhéruðunum, og var skipuð höfuðborg héraðanna árið 1967. Þegar dró úr framleiðslu gulls á níunda áratugnum varð Yellowknife að miðstöð opinberrar þjónustu. Þegar að demantar uppgötvuðust norðan við Yellowknife árið 1991 hefur þróunin byrjað að snúast við.