Yellowknife

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Miðborg Yellowknife
Ráðhús Yellowknife

Yellowknife er höfuðborg og stærsta sveitarfélag Norðvesturhéraðanna í Kanada. Íbúar voru 19.234 árið 2009. Borgin liggur við norðurströnd Great Slave-vatns, um það bil 400 km sunnan við Norðurheimskautsbauginn, við vestanverðan Yellowknife-flóa við mynni Yellowknife-árinnar. Yellowknife („Gulihnífur“) dregur nafn sitt af ættflokki sem var einu sinni kallaður „indíanar gulu hnífa“, sem versluðu með verkfæri úr kopar. Íbúarnir eru af blönduðu þjóðerni í dag. Fimm hinna ellefu opinbera mála Norðvesturhéraðanna eru töluð í Yellowknife: denesuline, dogrib, suður- og norðurslavey, enska og franska. Á dogrib heitir borgin Somba K’e, sem þýðir „þar sem peningar eru“.

Borgin er talin hafa verið stofnuð árið 1934 eftir að gull fannst í nágrenninu, en hafnarstarfsemi borgarinnar hófst ekki fyrir en árið 1936. Yellowknife varð fljótlega miðpunktur verslunar í Norðvesturhéruðunum, og var skipuð höfuðborg héraðanna árið 1967. Þegar dró úr framleiðslu gulls á níunda áratugnum varð Yellowknife að miðstöð opinberrar þjónustu. Þegar að demantar uppgötvuðust norðan við Yellowknife árið 1991 hefur þróunin byrjað að snúast við.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.