Gjall (Hjaltlandseyjum)
Útlit
(Endurbeint frá Yell)
Yell eða Jell er ein Norðureyja, og er næststærst Hjaltlandseyja, 212 ferkílómetrar, og þar búa 957 manns.
Ekki er vitað hvað nafn eyjarinnar þýðir, en talið er að það gæti verið komið úr tungumáli Pikta. Til forna kölluðu norrænir menn hana Gjall, þar sem hún þykir berangursleg, en þar áður Jala eða Jela sem gæti hafa þýtt „hvíta eyja“, en strendur hennar eru áberandi hvítar af skeljasandi. Á eyjunni lifa sæotrar og fjöldi sjófugla.
Ferjusamgöngur eru frá þorpinu Ulsta til Tófta á Mainland, og frá þorpinu Gutcher til Belmont á Únst og Oddsstaðar á Fetlar. Fleiri þorp eru á Yell: Búravogur, Mið-Yell, Cullivogur og Glúp.