Windsor-kastali
Windsor-kastali er heimsins stærsti kastali, sem enn er í notkun. Hann stendur í Windsor í Berkshire-sýslu á Englandi. Kastalinn er frá tíma Vilhjálms sigursæla á elleftu öld. Gólfflatarmál kastalans er um 45.000 m².
Ásamt Buckinghamhöll í London og Holyroodhöll í Edinborg er Windor-kastali eitt opinberra heimila þjóðhöfðingja Bretlands, Karls 3. konungs. Önnur tvö heimili konungsins eru Sandringham House og Balmoral-kastali, sem eru einkaheimili konunglegu fjölskyldunnar.
Flestir konungar og drottningar Englands og síðar konungar og drottningar Bretlands hafa haft áhrif á byggingu og þróun kastalans, sem hefur verið virki, heimili, opinber höll eða stundum fangelsi þeirra. Á fríðartímum var kastalinn stækkaður með byggingu stórra og mikilfenglegra íbúða en á stríðstímum hefur hann verið styrktur mjög. Þessari venju er haldið enn í dag.