Fara í innihald

Steini sterki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Steini sterki (franska: Benoît Brisefer) er teiknimyndasöguhetja úr smiðju Peyo. Hann er geðugur og kurteis lítill drengur með ofurkrafta. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, að Steini litli missir ofurkraftana þegar hann fær kvef, sem gerist furðu oft á ögurstundu. Ævintýri Steina sterka birtust fyrst sem framhaldssögur í teiknimyndablaðinu Sval en voru jafnóðum gefnar út á bókaformi. Við gerð sagnanna naut Peyo í fyrstu aðstoðar teiknarans Will og á seinni stigum teiknarans Walthéry.

Peyo lést 1992 en síðan þá hafa komið út fleiri sögur um Steina sterka eftir son Peyo, Thierry Culliford. Árið 2014 var gerð kvikmynd í fullri lengd eftir fyrsta ævintýri Steina sterka (Les Taxis Rouges) með franska leikaranum Jean Reno í burðarhlutverki.


  • Rauðu leigubílarnir (Les Taxis rouges 1960) [ísl. útg. 1983, bók 6]
  • Steini sterki og Grímhildur góða (Madame Adolphine 1963) [ísl. útg. 1981, bók 4]
  • Steini sterki vinnur 12 afrek (Les Douze travaux de Benoît Brisefer 1966) [ísl. útg. 1980, bók 3]
  • Steini sterki og Bjössi frændi (Tonton Placide 1968) [ísl. útg. 1980, bók 1)
  • Sirkusævintýrið (Le Cirque Bodoni 1969) [ísl. útg. 1980, bók 2]
  • Steini sterki og Grímhildur grimma (Lady d’Olphine 1972) [ísl. útg. 1982, bók 5]
  • Pas de joie pour Noël (1976)
  • Le Fétiche (1978)
  • Hold-up sur pellicule (1993)
  • L'île de la désunion (1995)
  • La Route du sud (1997)
  • Le Secret d'Églantine (1999)
  • Chocolats et coups fourrés (2002)
  • John-John (2004)
  • Sur les traces du gorille blanc (2015)