Wikipediaspjall:Samvinna mánaðarins/september, 2008

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Legg til að samvinna septembers mánuðar verði sundlaugar á Íslandi, þ.e.a.s. að bæta greinum inn á, bæta greinarnar sem komnar eru og bæta in myndum. Awesome hugmynd eða hvað? --Baldur Blöndal 18. ágúst 2008 kl. 18:36 (UTC)

Samþykkt Samþykkt Það er prýðileg hugmynd. --Jabbi 18. ágúst 2008 kl. 22:00 (UTC)
Samþykkt Samþykkt Spurning um að gera það líka að markmiði að safna myndum af sem flestum laugum? Svona eins og með kirkjurnar síðasta sumar. Sundlaugar eru reyndar ekki alveg jafn myndrænar og flestar eins. --Bjarki 18. ágúst 2008 kl. 22:46 (UTC)
Það var einmitt hugmyndin að safna myndum af öllum sundlaugunum. Það er reyndar satt að það er ekki mjög mikil fjölbreyttni milli lauga, en sumar sundhallir hafa skemmtilega hönnun og svo eru auðvitað rennibrautir og sumar laugir eru útilaugar þannig að það ætti ekki að vera vandamál. --Baldur Blöndal 20. ágúst 2008 kl. 02:00 (UTC)
Svo er spurning hvort manni verði hleypt inn í sundlaugarnar með myndavél.. kannski málið að láta búa til svona passa fyrir „Wikimedia á Íslandi“, ef einhver verður þá með vesen þá segir maður bara ‚Don't worry sir. I'm from the internet‘, getur ekki klikkað. ;) En samt án gríns, er bannað að fara inn í sundlaugarnar og taka myndir? --Baldur Blöndal 21. ágúst 2008 kl. 18:37 (UTC)
Það fer væntanlega eftir starfsmönnum hverju sinni. Öðrum þræði bjó ég til commons:Category:Swimming_pools_in_Iceland --Jabbi 22. ágúst 2008 kl. 16:50 (UTC)
Ég bætti smá við commons flokkana, er að reyna að byggja þá upp eins og þetta er á Sundlaugar á Íslandi (þ.e.a.s. eftir Reykjavík+höfuðb.sv. og Suðurlandi, Norðurl..etc.). Já ok, en ég held nú að ef maður tali eitthvað við starfsmennina og útskýri þetta rólega fyrir þeim þá ættu þeir alveg að leyfa manni að taka nokkrar myndir svo fremur sem maður laumist ekkert í búningsklefana eða byrji að súmma upp að einstaka fólki og stynja eða eitthvað. Er fólk ekki annars sátt við þessa hugmynd? Þetta eru sundlaugar á Íslandi þannig að það hentar vel fyrir íslensku wikipediuna, og svo sé ég fyrir mér að það verði töflu bætt við greinina og myndum og tekið smá til í henni. Þetta gæti orðið fínasta grein. --Baldur Blöndal 23. ágúst 2008 kl. 15:14 (UTC)


Ályktaði bara að sammþykt væri fyrir þessu- ef einhver er mótfallinn þessu sem samvinnu þá er ekkert mál að taka þetta til baka. --Baldur Blöndal 1. september 2008 kl. 17:35 (UTC)