Wikipediaspjall:Merkisáfangar

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það vantar grein númer 8000 ef einhver vildi bæta henni inní ef það er hægt að finna það út einhvern veginn. Líka forsíðan breyttist nýlega man bara ekki hvaða dag... --Nori 20:23, 28 febrúar 2007 (UTC)

Nú er bara að ná 30.000 fyrir næstu áramót, fjandinn hafi það!! Það þarf að fara virkja gamla Gettu-betur-fugla, mennta- og háskólanema. Blása til sóknar í Kastljósinu og draga alla kompukarla á wikipedíu-sjó og hala inn merkilegar greinar úr hausum landa okkar. Áfram nú! Hákarl.

Wikiheimildir[breyta frumkóða]

Af hverju er tekið fram hvað Wikiheimildir eru með margar greinar? Er það ekki "óviðkomandi" Wikipedia --Stefán Örvarr Sigmundsson 02:53, 19 júlí 2007 (UTC)

Það finnst mér ekki. Svo er það vaninn á verkefnunum að telja með „tengd“ verkefni (hvernig svo sem það er metið). --Akigka 03:03, 19 júlí 2007 (UTC)
Strangt tekið er Wikiheimild aðskilið verkefni. Það má samt segja að þetta sé annar angi íslenska wikisamfélagsins, bæði af því að þetta eru systurverkefni sem heyra undir sömu stofnun, Wikimedia-stofnunina; en líka í bókstaflegri skilningi, því flestir eða allir virkir notendur á systurverkefnunum eru líka notendur hér og í þeim skilningi er þetta sama samfélagið. Þessi síða hér er aðallega til gamans, hún er ekki nauðsynlegur þáttur í Wikipediu og eflaust mörg wikiverkefni á mörgum tungumálum sem hafa enga sambærilega síðu. Við þurfum ekki að taka okkur svo alvarlega á henni. Ég vænti þess að þessi athugasemd sé ekki fyrir neinum og því í góðu lagi að hafa hana þarna. Það væri m.a.s. líka hægt að færa inn upplýsingar um önnur íslensk wikiverkefni eins og is.wiktionary, is.wikibooks og is.wikiquote (sem hefur reyndar sambærilega síðu). --Cessator 03:10, 19 júlí 2007 (UTC)
Úr því að umræða um þetta hófst er svo sem í lagi að velta fyrir sér hverjir kostirnir eru og hvaða kost við eigum að velja.
Nokkrir möguleikar:
  1. Við nefnum einungis áfanga íslensku Wikipediunnar hér, eða
  2. við nefnum einnig merkisáfanga annarra íslenskra Wikiverkefna.
Ef við veljum 2 að ofan, þá getum við valið um að
  1. nefna alla merkisáfanga annarra íslenskra Wikiverkefna, eða
  2. nefna bara helstu áfanga annarra íslenskra Wikiverkefna.
Ef við veljum að geta hér merkisáfanga annarra íslenskra Wikiverkefna getum við einnig valið um að
  1. hafa aðskilinn lista fyrir merkisáfanga hinna Wikiverkefnanna (annaðhvort einn fyrir hvert verkefni eða einn fyrir hin verkefnin saman), eða
  2. hafa alla merkisáfangana í einum lista.
Ef við veljum þann kostinn að geta allra merkisáfanga íslenskra Wikiverkefna hér gæti verið sniðugt að hafa aðskilinn lista fyrir hin verkefnin en það þarf sennilega ekki ef við setjum aðeins inn helstu áfanga. Hingað til hafa einungis verið nefndir merkisáfngar íslensku Wikipediunnar hér en við getum að sjálfsögðu haft þetta bara eins og við viljum. --Cessator 17:56, 19 júlí 2007 (UTC)

Ég held að það sé ekkert því til fyrirstöðu að setja inn áfanga annarra íslenskra Wikimediaverkefna, þessi síða verður seint of löng og ef það gerist einhverntímann þá er hægt að brjóta hana upp eftir tímabilum. Endilega ekki vera feimin við að bæta inn á hana öllu því sem talist geta merkilegir áfangar fyrir íslenskt wikisamfélag. --Bjarki 18:15, 19 júlí 2007 (UTC)

Ég held að það sé betra að stikla á stóru um sigra systurverkefnanna og hafa svo bara tengil á þeirra eigin síður um merkisáfanga. --Cessator 18:36, 19 júlí 2007 (UTC)

Fyrsta greinin?[breyta frumkóða]

Mer sýnist þetta vera fyrsta greinin frekar en Finnland. Munar 9-10 mánuðum. -> https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Listi_yfir_doo-wop-t%C3%B3nlistarmenn&oldid=348069 --Berserkur (spjall) 20. júlí 2021 kl. 13:34 (UTC)[svara]

Málið er að elstu breytingarnar eru löngu farnar. Wikipedia keyrði fyrst á UseModWiki hugbúnaðinum áður en það keyrði á MediaWiki (sem það keyrir á núna), við skiptinguna yfir töpuðust breytingar. Þessvegna eru til síður um gamlar aðgerðir á Flokkur:Wikipedia:Gamlar aðgerðaskrár. Þetta er eitthvað sem ég hef bara lesið um, en af þeim sem voru virkir um þetta leyti er Bjarki S virkur núna einnig.--Snævar (spjall) 20. júlí 2021 kl. 16:04 (UTC)[svara]
Þakka áhugavert svar. Virkar samt ansi nálægt byrjuninni þessi grein sem er í janúar, miðað við: 06.12.2002: skandinavískur hópur Wikipedianörda sem kallar sig WIKIng setti inn kynningu á sjálfum sér, fyrsta hreyfingin.

--Berserkur (spjall) 20. júlí 2021 kl. 17:48 (UTC)[svara]