Wikipediaspjall:10 ára afmæli íslensku Wikipediu/Einstaklingsmarkmið

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sumir trúa því að ef sagt er frá nýársheiti þá gangi það ekki eftir. Ég ætla að yfirfæra slíka trú á þetta verkefni, sem vissulega er allra góðra gjalda vert. Ég ætla að hegða mér hér eins og ég hef gert að undanförnu, það er að segja, laga lélegt málfar, sem ég hrasa um og sinna almennri tiltekt. En ég gef hins vegar ekki upp neitt markmið með því að tiltaka fjölda greina.--Mói (spjall) 9. desember 2012 kl. 18:40 (UTC)[svara]

Svipað segi ég, nema að til að vera með ætla ég að reyna að halda til haga því sem hér er hægt að skrá, en þar sem almennar tiltektir eins og að laga flokka, búa til tilvísanir, eyða óþarfa síðum og aðrar slíkar tiltektir eru ekki með, þá verða síður mínar eitthvað færri því ég er að einbeita mér að því núna, því mér finnst ekki vanþörf á alsherjar hreingerningu. En það er fínt að setja sér svona markmið og skrá þau hjá sér, eykur mögulega afköstin, hver veit.Bragi H (spjall) 22. janúar 2013 kl. 12:41 (UTC)[svara]