Fara í innihald

Wikipedia:Visual Editor/TemplateData leiðbeiningar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


TemplateData er geymslumiðill fyrir upplýsingar um snið, til dæmis nöfn gilda eða lýsing á sniðinu. Á þann hátt getur Visual Editor ritillinn sótt upplýsingarnar og sýnt notendum þau í viðmótinu. Þótt þetta hljómi flókið þá er það nokkuð auðvelt.

Til er innbyggt viðmót til að breyta TemplateData á einfaldari hátt en að breyta kóðanum sjálfum.

Til þess að nota TemplateData ritilinn, farðu á síðu sniðsins eða síðu leiðbeiningana (/doc undirsíða) og ýttu á „Breyta” takkann. Það mun gefa þér takkann „Breyta sniðmátsgögnum”, rétt fyrir ofan breytingarkassann.

Smelltu á þennan takka til að fara í viðmót til að breyta TemplateData.

Ef síðan sem þú hefur breytt hefur þegar TemplateData þá verða skjalfestu upplýsingarnar sýndar þegar þú opnar rétta síðu í TemplateData ritlinum. Í fyrsta kassanum getur þú bætt við eða uppfært stutta lýsingu á sniðinu með því að tilgreina einfaldann texta. Eftir það getur þú notað „Bæta við n gildum” og „Bæta við gildi” til að skjalfesta nöfn og möguleika gildanna sem sniðið notar.

Þú getur skráð niður nafn gildisins, samheiti, merkimiða og lýsingu þess sem verður sýndur notendum. Eini nauðsynlegi reiturinn er nafn gildisins, þar sem þú tilgreinir nákvæmt hástafanæmt nafn gildisins. Í glugganum velur þú það innihald sem gildið ætti að fá, eins og streng (fyrir einfaldan texta), page (fyrir tengla á aðrar síður) og dagsetningar (á ISO 8601 formi). Ef sniðið gefur frá sér villu þegar að gildið er ekki skilgreint, merktu þá það sem „nauðsynlegt”. Ef gildið er mikið notað eða notkun þess sé ráðlögð, merktu það sem „mælt með”. „Fjarlægja” takkinn mun fjarlægja færslu gildisins úr TemplateData.

Þegar þú hefur lokið skjölun á öllum gildum, ýttu á „Virkja” til að bæta TemplateData í breytingarkassann. Þú þarft síðan að vista síðuna, með því að smella á „Vista” eins og venjulega.

Varúð: TemplateData ritilinn mun setja TemplateData á síðu sniðsins eða skjölunarsíðu þess. Þú ákveður hvar TemplateData er bætt við með því að breyta þeirri síðu sem TemplateData á að fara á. Ef nokkrar TemplateData skilgreiningar eru á sama sniðinu þá verður aðeins önnur þeirra notuð. Ef það er þegar TemplateData á síðu þá þarft þú að breyta þeirri síðu þar sem TemplateData er skilgreint til að forðast það að búa til nokkrar TemplateData skilgreiningar.

Takmarkanir

[breyta frumkóða]
  • Eiginleika sem vantar - TemplateData er tól með fáum möguleikum, með þeirri von að notendur myndu segja til um hvaða möguleika vanti. Ef þú vilt óska eftir nýjum möguleikum, vinsamlegast láttu vita á Skilja eftir svörun.
  • Tafir í því að TemplateData birtist á sniðum - Eftir að TemplateData er bætt við snið ættu lýsisgögnin að vera sýnileg um leið og sniðið er opnað í VisualEditor. Það getur þó gerst að það taki nokkra klukkutíma fyrir lýsisgögnin að sjást. Þú getur ýtt við þessu með því að gera breytingu þar sem engu sé breytt.
  • Núverandi villur - Lista yfir núverandi villur og óskum eftir möguleika er að finna á bugzilla.wikimedia.org.