Wikipedia:Visual Editor/Spurt og svarað

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Hvað er VisualEditor?

VisualEditor er hugbúnaður sem leyfir fólki að breyta síðum á Wikipedia án þess að læra sérstakt wikitexta tungumál. Með Visual Editor munu breytingar á síðum líta mjög svipað út eins og í nútíma ritli - á meðan þú breytir þá mun textinn líta svipað út og hann mun gera eftir að breytingin er vistuð.

Afhverju er þessi breyting gerð?

Stærsti þröskuldurinn hjá notendum við að gera sína fyrstu breytingu - og þarmeð fyrsti þröskuldurinn við að vera afkastamikill meðlimur samfélagsins - er flókna wikitexta tungumálið sem er notað í gamla ritlinum. Til þess að auka fjölda þeirra sem gera breytingar í fyrsta skipti, þurfum við betra kerfi til að breyta síðum. Vinsamlegast skoðaðu lengri útskýringu (á ensku) fyrir frekari upplýsingar.

Hvenær verður VisualEditor settur upp?

Visual Editor verður settur upp á þessum wiki fyrir alla notendur þegar þróun á innsetningu sérstakra stafa er lokið. Visual Editor verður fyrst settur upp á Wikipediu og síðar á öðrum Wikimedia verkefnum.
VisualEditor er aðgengilegur fyrir innskráða notendur á þessum wiki. Til þess að virkja hann, farðu í stillingarnar þínar og hakaðu við "Virkja Visual Editor".

Afhverju ertu að setja hugbúnaðinn upp svona fljótt? Hann lítur ekki út fyrir að vera tilbúinn.

Þróun á VisualEditor hugbúnaðinum er örugglega ekki lokið; það þarf enn að bæta við eiginleikum og við erum viss um að eftir að hafa sett hann upp munum við finna villur. Það er ekki vegna þess að VisualEditor sé slæmur hugbúnaður, eða vegna þess að hann sé ekki tilbúinn, heldur að hann er hugbúnaður til þess að byrja með. Villur eru óhjákvæmilegar í hugbúnaði: MediaWiki er 10 ára gamalt, og við erum enn að finna hluti sem gætu verið betri eða hluti sem eru óvænt brotnir. Ef við myndum bíða þangað til VisualEditor væri gjörsamlega villulaus til að virkja hann, þá yrði hann aldrei settur upp.
Besta leiðin til að finna villur er að hafa eins marga eins og hægt er við að líta á og nota hugbúnaðinn. Þrátt fyrir að við viðurkennum að einhverjar villur munu valda röskun til styttri tíma, þá munu þær verða lagaðar, og þessi uppsetning er það sem leyfir okkur að bera kennsl á þær sem hluti sem þarf að laga.

Ég fann villu í VisualEditor. Hvernig segi ég ykkur að laga hana?

Ef þú getur og ert viljug/ur til þess, vinsamlegast tilkynntu villuna í phabricator og merktu hana undir "VisualEditor" verkefninu. Ef þú treystir þér ekki til þess getur þú sent skilaboð á miðlæga síða fyrir svörun á mediawiki.org.

Hvernig afvirkja ég VisualEditor?

Til þess að halda áfram að breyta wikitextanum beint, einfanlega smelltu á "Breyta frumkóða" flipann í staðinn fyrir „Breyta“. Á breytingar tenglunum fyrir hvern kafla getur þú notað hefðbundna wikitext ritilinn með því að smella á „breyta frumkóða“ í staðinn fyrir „breyta“.

Ákveðinn eiginleika vantar í VisualEditor. Hvernig bið ég ykkur um að bæta honum við?

Sumir eiginleikar eru í þróun eða verða gerðir síðar (eins og stuðningur við ljóð eða tónlistar nótur). Vegvísir VisualEditor og markmið VisualEditor fyrir 2014-2015 veita frekari upplýsingar. Ef þú finnur ekki vísun í þann eiginleika sem vantar, vinsamlegast tilkynntu hann á sama hátt og er nefnt hér fyrir ofan við að tilkynna villu.

Verður enn mögulegt að breyta síðum með wikitexta eftir að VisualEditor verður sjálfgefinn ritill?

Já. Þrátt fyrir að VisualEditor verði að lokum sjálfgefinn ritill, þá verður enn til möguleiki fyrir að breyta undirliggjandi kóða. Það eru engin áform um að fjarlægja möguleika á að breyta wikikóðanum.

Get ég notað wikitexta tákn á borð við [[ ]] og {{ }} í VisualEditor?

Nei. Í stað þess, notaðu ítenginga og tengla eiginleika hugbúnaðarins. Sjá notkunarhandbók VisualEditor fyrir frekari upplýsingar um hvernig eigi að nota VisualEditor.

Hvers vegna er vafrinn minn ekki studdur?

Það að búa til nýtýskulegan ritil fyrir Wikipedia og systurverkefni hennar er tæknileg áskorun, en það er mögulegt með nútíma veftækni og vefstöðlum. Því miður styðja ekki allir vafrar marga þeirra möguleika sem við þurfum fyrir VisualEditor. Við erum að gera okkar besta til að styðja algengustu vafrarana. VisualEditor virkar vel með nýjustu útgáfum Firefox, Chrome og Safari. Hann virkar líka í Internet Explorer 10 og 11. Stuðningur fyrir Internet Explorer 9 er væntanlegur. Það að reyna að vinna í kringum takmarkanir eldri vafra myndu eyða tíma sem myndi annars nýtast í umbætur sem myndu verða til góðs fyrir meirihluta notenda. Við hvetjum þig til að uppfæra yfir í studdan vafra, eða ef þú getur það ekki, halda áfram að breyta með því að nota gamla wikitexta ritilinn. (Sjá mw:VisualEditor/Target browser matrix fyrir frekari upplýsingar.)

Virkar VisualEditor með ProofreadPage á Wikiheimild, sniðum Wikiorðabókar og öðrum eiginleikum sem Wikipedia hefur ekki?

VisualEditor er nægjanlega sveigjanlegur til að setja upp á öllum Wikimedia vefsvæðum. Hinsvegar þarf sú mikla notkun Wikiorðabókar mikla vinnu frá samfélaginu til að gefa TemplateData til notenda sinna. Á Wikisource þarf að leggja vinnu í að gera ProofreadPage viðbótina samhæfða við VisualEditor.

Get ég sett upp VisualEditor á mínum persónulega wiki utan Wikimedia?

Já, á þína eigin ábyrgð. Hægt er að sækja viðbæturnar VisualEditor og Parsoid en þær eru enn í prufuútgáfu; athugaðu að Parsoid þarfnast nodeJS. Ef þú setur upp viðbæturnar og notar þær, vinsamlegast láttu okkur vita hvað virkaði og hvað ekki á Phabricator.

Lagar VisualEditor sjálfvirkt kóða á síðum?

Í flestum tilfellum mun VisualEditor ekki gera breytingar á útlitsmótun lína sem er ekki verið að breyta. Þar sem kóðinn á síðunni er vitlaus (til dæmis töflur sem eru ekki lokaðar) þá gæti VisualEditor reynt að laga þær villur.

Spurningin mín er ekki nefnd hér. Hvar spyr ég?

Þú getur spurt á VisualEditor svörunar síðunni á þínum wiki (listi yfir þær á wikidata.org) eða miðlægu síðunni á mediawiki.org.