Wikipedia:Vissir þú...
- … að Ögedei Kan, þriðji sonur Gengis Kan, var fyrsti höfðingi Mongólaveldisins sem notaði titilinn stórkan (khagan)?
- … að Bólivaríska bandalagið fyrir Ameríkuþjóðir, bandalag vinstrisinnaðra ríkja í Suður-Ameríku, notast við stafrænan gjaldmiðil sem nefnist SUCRE?
- … að brottrekstur Harvey Weinstein úr bandarísku kvikmyndaakademíunni árið 2017 var fyrsta skipti sem meðlimur hefur verið rekinn úr akademíunni vegna persónulegrar hegðunar sinnar?
- … að Kvikmyndahátíðin í Feneyjum er önnur elsta kvikmyndahátíð í heimi á eftir Óskarsverðlaununum?
- … að hængar (karldýr) sædjöfla eru dvergvaxnir miðað við hrygnurnar (kvendýrin) og þeir lifa sníkjulífi með því að festa sig utan á hrygnurnar sem þeir frjóvga?
- … að Jevgeníj Prígozhín, stofnandi Wagner-hópsins, dvaldi í níu ár í fangelsi fyrir líkamsárás og fjársvik á níunda áratugnum?