Wikipedia:Vissir þú...
- … að vestur-þýski forsetinn Walter Scheel söng árið 1974 inn á hljómplötu sem náði efst á vinsældalista stærstu útvarpsstöðva í Evrópu?
- … að franski heimspekingurinn Charles Fourier hélt því fram að sjórinn myndi smám saman missa seltuna og breytast í límonaði?
- … að textagerð bresku nýbylgjunnar í þungarokki var yfirleitt um daglegt líf og fantasíur?
- … að bandaríska öldungadeildarþingkonan Lisa Murkowski hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2021 fyrir að styrkja og efla tengsl Íslands við Alaska og Bandaríkin?
- … að orðið kollagen merkir límgerðarefni þar sem efnið var áður notað til límframleiðslu?
- … að spænska landvinningakonan Inés Suárez (sjá mynd) lék árið 1541 lykilhlutverk í að verja borgina Santíagó fyrir árás innfæddra Mapuche-manna?