Wikipedia:Vissir þú...
Útlit
- … að sumir stjórnendur áróðursherferða til að breiða út afneitun á loftslagsbreytingum höfðu áður stýrt upplýsingaherferðum tóbaksiðnaðarins til að sannfæra almenning um að tóbaksreykingar hefðu ekki skaðleg áhrif á heilsu fólks?
- … að Jigme Khesar Namgyel Wangchuck (sjá mynd), konungur Bútans, ber titilinn „drekakonungurinn“?
- … að James Cameron er sá leikstjóri sem oftast hefur unnið til Saturn-verðlaunanna?
- … að lestarleiðin Bergensbanen í Noregi er sú hæsta með lest í Norður-Evrópu?
- … að um 170.000 flóttamenn hafast við hjá borginni Kismajó í Sómalíu?
- … að sparisjóðurinn Indó er sá fyrsti og eini sem stofnaður er frá grunni á Íslandi frá árinu 1991?