Wikipedia:Vissir þú...
Jump to navigation
Jump to search
- … að í San Salvador, höfuðborg El Salvador, er næststærsti söfnuður Gyðinga í Mið-Ameríku?
- … að möndlutré er eitt það fyrsta sem talið að hafa verið ræktað skipulega?
- … að General Motors var stærsti bílaframleiðandi heims í 77 ár samfleytt, frá 1931 þegar það tók fram úr Ford Motor Company, til 2008, þegar Toyota tók fram úr því?
- … að rauðkengúra er stærsta pokadýr heims?
- … að sænski erindrekinn og athafnamaðurinn Raoul Wallenberg (sjá mynd), sem hvarf árið 1945, var ekki formlega lýstur látinn af sænskum stjórnvöldum fyrr en árið 2016?
- … að ítalski rithöfundurinn Roberto Saviano hefur þurft að búa við stöðuga öryggisgæslu frá árinu 2006 vegna fjölda líflátshótana frá Camorra-samtökum?