Wikipedia:Markverðugleiki (íþróttir)
Þessi síða
lýsir stefnu sem víðtæk sátt er um að fara eftir á íslensku Wikipediu. Ekki breyta henni í ósátt við aðra notendur. |
Markverðugleiki |
---|
Leiðbeiningar um markverðugleika |
Leiðbeiningum þessum er ætlað að endurspegla megindráttum samkomulags Wikipediasamfélagsins um markverðugleika íþróttamanna, íþróttafélaga, íþróttakeppna, landsliða og sérsambanda ÍSÍ.
Mælikvarði
[breyta frumkóða]Ef grein sem fjallar um íþróttir uppfyllir eitt af eftirfarandi skilyrðum er greinin klárlega markvert efni. Allar fullyrðingar sem gera greinina markverða þarf að sannreyna með áreiðanlegum heimildum.
Íþróttamenn
[breyta frumkóða]Íslenskur íþróttamaður telst markverður ef hann uppfyllir eitt af eftirfarandi skilyrðum:
- Hefur hlotið verðlaun eða viðurkenningu frá sérsambandi Íþrótta og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).
- Hefur hlotið verðlaunin Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi
- Hefur unnið landsmót eða keppnisgrein á landsmóti
- Hefur spilað með liði á því tímabili sem það vinnur efstu deild
- Hefur spilað keppnisleik með A-landsliðinu (vináttulandsleikir teljast ekki með)
- Hefur tekið þátt í alþjóðlegu móti
- Hefur slegið Íslandsmet
- Er atvinnumaður
Erlendir íþróttamenn teljast markverðir ef þeir uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum:
- er í efsta flokki styrkleikalista sem er gefinn út af viðurkenndum alþjóðlegum íþróttasamtökum
- Hefur spilað í efstu atvinnudeild landsins
- Hefur tekið þátt á alþjóðlegu móti
- Hefur slegið alþjóðlegt met
Íþróttafélög
[breyta frumkóða]Íslensk íþróttafélög teljast markverð ef þau hafa tekið þátt í íþróttamóti eða -keppni.
Erlend íþróttafélög teljast markverð ef þau uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum:´
- Hefur spilað í landsmóti eða -keppni
- Hefur spilað í efstu deild
Íþróttakeppnir
[breyta frumkóða]Keppni sem er annaðhvort efsta bikarkeppni landsins, efsta deild landsins, landsmót eða keppni sem veitir liðum þáttökurétt í efstu bikarkeppninni telst markverð.
Annað
[breyta frumkóða]- Öll landslið teljast markverð
- Öll sérsambönd innan ÍSÍ teljast markverð