Wikipedia:Grein mánaðarins/08, 2008
Útlit
Menntaskólinn í Reykjavík (latína: Schola Reykjavicensis eða Schola Reykjavicana) er framhaldsskóli í miðbæ Reykjavíkur. Áður fyrr stundum kallaður Reykjavíkurskóli. Hann á sér langa sögu og hafa margir þekktir Íslendingar haft þar viðkomu í gegnum tíðina. Skólinn er bóknámsskóli með bekkjakerfi og býður upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs. Við hann eru tvær meginbrautir, náttúrufræðibraut og málabraut, sem greinast í samtals átta deildir.
Menntaskólinn í Reykjavík er elsta íslenska menntastofnunin. Hann á rætur sínar að rekja til ársins 1056 en hefur ekki alltaf verið á þeim stað sem hann er í dag.