Wikipedia:Gæðagreinar/Niels Henrik Abel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Niels Henrik Abel

Niels Henrik Abel (fæddur 5. ágúst 1802, dáinn 6. apríl 1829) var norskur stærðfræðingur. Á sinni stuttu ævi náði hann að gera ýmsar grundvallaruppgötvanir á sviði algebrufalla og raða. Hann sannaði til dæmis að ekki væri til almenn formúla fyrir lausnir fimmta stigs margliðu og skoðaði ýmsa eiginleika sporgerðra falla. Einnig tók hann til í ónákvæmum verkum eldri meistara, svo sem Eulers, og lagði þannig grunn að agaðri stærðfræðilegri útleiðslu í vinnu með raðir. Í dag eru Abelsverðlaunin veitt í hans nafni stærðfræðingum sem þykja hafa skarað fram úr á alþjóðavettvangi.

Niels Henrik Abel var annað barn presthjónanna Søren Georg Abel og Anne Marie. Fjölskyldan bjó þá á Finnøy í fylkinu Rogaland en þegar Niels var tveggja ára fluttust þau til Gjerstad í Austur-Ögðum þar sem hann ólst upp. Þrettán ára gamall var hann sendur í skóla til Oslóar eða Kristjaníu eins og borgin nefndist þá.

Lesa áfram um Niels Henrik Abel...