Wikipedia:Gæðagreinar/Menntaskólinn á Akureyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gamli skóli, elsta hús Menntaskólans á Akureyri.

Menntaskólinn á Akureyri (latína: Schola Akureyrensis) er íslenskur framhaldsskóli sem er á Brekkunni á Akureyri. Skólinn á sér langa sögu og hafa margir frægir Íslendingar haft viðkomu þar í gegnum tíðina. Í dag er skólinn bóknámsskóli sem býður upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs.

Upphaf Menntaskólans á Akureyri er yfirleitt rakið til stofnunar Möðruvallaskóla á Möðruvöllum í Hörgárdal 1880. Þó má líta á skólann sem beint framhald af því skólahaldi sem fór fram á Hólum í Hjaltadal allt frá biskupstíð Jóns Ögmundssonar um 1106 og stóð til 1802 þegar Hólaskóli var lagður niður með konungsbréfi. Um leið og Hólaskóli hafði verið lagður niður hófst barátta norðlendinga fyrir því að „norðlenski skólinn“ yrði endurreistur þrátt fyrir það álit embættismanna Danakonungs og valdamanna í Reykjavík að ómögulegt væri að reka lærðan skóla annars staðar á landinu en í Reykjavík. Stofnun Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum 1880 var sigur í þeirri baráttu.

Lesa áfram um Menntaskólann á Akureyri...