Wikipedia:Gæðagreinar/John Hanning Speke
John Hanning Speke (4. maí 1827 – 15. september 1864) var breskur landkönnuður sem fór í þrjá fræga könnunarleiðangra til Austur-Afríku og varð fyrstur til að setja fram þá kenningu að upptök Hvítu Nílar væru í Viktoríuvatni.
Fyrstu tveir leiðangrar Spekes voru undir forystu Richards Francis Burtons. Hann hafði verið liðsforingi í breska hernum á Indlandi, líkt og Burton, en var laus úr herþjónustu, og hugsaði sér að leggja landkönnun fyrir sig. Fyrsti leiðangurinn var farinn til Sómalíu árið 1854. Þar særðust þeir í bardaga við innfædda og voru teknir höndum, en síðan sleppt.
1856 var Burton fenginn til þess af Konunglega landafræðifélaginu (Royal Geographic Society) í Bretlandi að stýra leiðangri inn í landið til að freista þess að finna upptök Nílar. Þeir Speke lögðu upp frá Sansibar og ferðuðust inn í landið, fyrst vestur og síðan norðvestur þar til þeir komu að Tanganjikavatni. Burton áleit jafnvel að það gæti verið upptök Nílar, en þar heyrðu þeir líka af öðru stóru vatni sem lægi norðar. Burton var þá orðinn of veikur til að halda áfram svo það varð Speke sem fyrstur sá Viktoríuvatn. Þeir virðast hafa bundið fastmælum að bíða með yfirlýsingar í London þar til þeir væru báðir komnir þangað og tilbúnir til að kynna niðurstöður sínar.
Lesa áfram um John Hanning Speke...