Wikipedia:Gæðagreinar/Azumanga Daioh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Azumanga Daioh eða einfandlega Azumanga eru japanskar myndasögur (manga) sem voru færðar yfir í teiknimyndaform (anime) árið 2002.

Myndasögurnar byggjast upp á stuttum sögum sem birtust i tímaritinu Dengeki Daioh en voru síðar gefnar út sem heildstæðar bækur.

Anime-þáttaröðin var send út í 5 mínútna brotum virka daga og sem 25 mínútna heildstæðir þættir um helgar þannig að sýndir voru 130 5 mínútna þættir og 26 25 mínútna þættir í heildina.

Einnig voru framleiddar tvær stuttmyndir byggðar á þáttunum; önnur var lítið kynningarbrot sem var á geisladiski sem fylgdi með tímariti um manga og er aukaefni á diski 6 í DVD-safninu sem var gefið út af ADV Films þar sem mörgum þáttum er steypt saman í einn þannig að úr varð 5 mínútna löng stuttmynd en hin var Azumanga Web Daioh sem var upphaflega gefin út á heimasíðu sjónvarpsþáttanna og er skipuð allt öðrum raddleikurum en í upprunalegu sjónvarpsþáttunum.

Lesa áfram um Azumanga Daioh...