Fara í innihald

Wikipedia:Þýðing á MediaWiki hugbúnaðinum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
ATHUGIÐ
Búið er að þýða mest af hugbúnaðinum og er þessi síða því úreld. Viljirðu koma á framfæri athugasemd við þýðingar í viðmótinu er best að fara á listann yfir meldingar, finna viðkomandi meldingu og gera athugasemd á spjallsíðu hennar.

Yfir stendur Þýðing á MediaWiki hugbúnaðinum, og er hún komin ágætlega á veg en þó ekki nærri því kláruð.

Það sem gera þarf er að í fyrsta lagi þýða kerfismeldingar, breyta LanguageIs.php og svo skrifa leiðbeiningar og annað á Íslensku, svo er auðvitað gæðastjórnun á þessu öllu, þó aðallega þessum fyrstu tveim, þetta ætti allt að vera í samræmi hvort við annað. Íslenska KDE verkefnið er með íslenskan orðalista sem það notar við þýðingar, auk þess sem þýðingar á öðrum vefkerfum gætu vel verið notaðar til grundvallar.

Almenn orð og orðasambönd sem þarf að þýða

[breyta frumkóða]

Ég þýddi allan texta er við kom því sem sást er ýtt er á 'breyta' takkann. Hvernig finnst ykkur? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:11, 13 Jul 2004 (UTC)

Í tengdum efnum, Ættum við almennt að nota Vaktlisti eða Eftirlitslisti, ég hallast að vaktlista nú notum við hinsvegar bæði --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:11, 13 Jul 2004 (UTC)

Mér datt í hug Gátlisti en vaktlisti er ágætt líka, eftirlitslisti er of þungt og klunnalegt eitthvað. --Biekko 23:37, 13 Jul 2004 (UTC)
Mér finnst Vaktlisti betra, maður er jú að vakta þessar síður; Gátlisti hljómar meira eins og spurningarlisti, eða eitthvað sem maður fer yfir þegar maður gerir eitthvað sérstakt. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:55, 13 Jul 2004 (UTC)

Ætti að standa leit í stað leita í leitarkassanum? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:11, 13 Jul 2004 (UTC)

Enska: History; Íslenska: Saga eða Breytingarskrá? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:13, 13 Jul 2004 (UTC)

Ég styð breytingaskrá frekar. Breytingarskrá er hinsvegar takmörkuð að notagildi þar sem hún getur bara innihaldið eina breytingu. --Biekko 23:37, 13 Jul 2004 (UTC)
Hehehe, tekið til greina;) --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:55, 13 Jul 2004 (UTC)


Ég þýddi hide í Efnisyfirlitinu, sem er meðal annars notað á Heili sem fela, ætti þetta kannski að vera minnka eða fella saman í ljósi þess að þetta felur það ekki að fullu? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:21, 14 Jul 2004 (UTC)

Ætlum við að nota Lykilorð eða Leyniorð? við notum nú bæði. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:23, 14 Jul 2004 (UTC)

er í vandræðum með að þýða MediaWiki:Nowiki sample, MediaWiki:Nowiki tip (formatting) og MediaWiki:Sig tip (timestamp) --Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:50, 14 Jul 2004 (UTC)

Hvernig ætti að þýða eftirfarandi?:

  1. Anonymous
  2. Users
  3. Sysops
  4. Bureaucrat
  5. Steward
  6. Developer
  1. Nafnlaus notandi
  2. Notandi
  3. Stjórnandi - Ekki ritstjóri eins og sumir vilja, ritstjórar myndu ekki banna fólk, sem við getum.
  4. ???
  5. ???
  6. ???

--Ævar Arnfjörð Bjarmason 02:05, 14 Jul 2004 (UTC)

  • Ég vil gera tvær athugasemdir við þýðingar. Annars vegar þýðingu á preview, "forsýn". Þetta er ægilegt orðskrýpi þykir mér. Hvernig væri að kalla þetta bara "skoða", eða "forskoða" ef menn vilja ekki sleppa forskeytinu?
  • "History" hefur líka verið þýtt "forsaga síðu". Væri ekki nær að segja bara "forsaga", "saga", eða jafnvel "breytingasaga"?

--Steinst 14:40, 14 Jul 2004 (UTC)

Mér sýnist "History" vera þýtt sem "breytingaskrá", en ég er sammála þér með "forsýn" - ég mæli með "forskoða". --Smári McCarthy 14:48, 14 Jul 2004 (UTC)
  • Ætti að þýða log in og log out sem Innskráning og Útskráning eða Skrá inn og Skrá út, mér finnst þetta seinna helst til beint úr ensku. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 20:18, 14 Jul 2004 (UTC)
Ég legg til eftirfarandi þýðingar:
Enska Íslenska Athugasemd
anonymous ónefndur notandi ekki „nafnlaust“; fólk hefur nafn þótt það gefi það ekki upp!
user notandi að sjálfsögðu
sysop/admin stjórnandi
bureaucrat skriffinnur gott og gilt íslenskt orð um mann sem aðhyllist skriffinnsku (bureaucracy)
steward ráðsmaður
developer forritari
Ég legg einnig til að orðin efst séu skrifuð einungis með lágstöfum, eins og venjan er á flestum Wikipedium (t.d. þeirri ensku, sænsku, dönsku, norsku, frönsku, hollensku, o.s.frv.). Þetta er að vísu ekki gert á þeirri þýsku, en það er eingöngu vegna þess að á þýsku á alltaf að skrifa öll nafnorð með stórum staf, og er það ekki svo á íslensku! Svo finnst mér eiga að nota innskrá og útskrá (ekki innskráning, skrá inn, o.s.frv.). – Krun 26. okt. 2005 kl. 17:42 (UTC)

Þýðing á Wikipedia

[breyta frumkóða]

Ef einhver hefur sniðugt orð sem hægt væri að nota yfir Wikipedia á íslensku væri það frábært, WikiAlfræði er náttúrulega til en það er enn með ensku ( eða havaísku ) wiki fyrir framan. Hvað með íslenskt orð sem þýðir sífellt í breytingu þarna fyrir framan?, einhverjar hugmyndir? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:38, 14 Jul 2004 (UTC)

Wiki wiki comes from the Hawaiian term for "quick" or "super-fast"[1] ; erum við ekki að leita að orði eins og kvikur, hraður og flýtir? --Iceman 11:30, 29 ágú 2004 (UTC)
Hraðfræðibókin? annars finnst mér fínt að nota bara Wikipedia... IngaAusa 01:00, 1. maí 2005 (UTC)
KvikFræði...

Viðhakarinn strikes back

[breyta frumkóða]

Mér finnst þessi árátta að vera alltaf að "haka við" alla skapaða hluti í vefheimum afskaplega leiðinleg og ekki skánar hún þegar talið berst að "viðhökuðum" hlutum... Ég held að það sé fullkomlega skýrt og eðlilegt að merkja við hluti í staðinn eins og fólk hefur gert allar götur síðan það urðu fyrst til hlutir sem var hægt að merkja við. --Biekko 22:18, 14 Jul 2004 (UTC)

Breytti þessu til baka, --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:12, 14 Jul 2004 (UTC)
Merkja við skal það vera. – Krun 26. okt. 2005 kl. 17:42 (UTC)

Orðalisti

[breyta frumkóða]
Enska Íslenska Aðrar tillögur Athugasemd
History Breytingaskrá Saga Var ákveðið að nota breytingaskrá þar sem það passar betur en Saga á íslensku
Namespace Nafnarými Smári lagði til Nafnrými
Redirect Tilvísun Áframsending Betra en áframsending þar sem hægt er að sníða það meira af þörfum, þetta er Tilvísun í X, Tilvísanir í síður..
Talk Spjall Umræða Umræða var notað áður en var álitið fullalvarlegt
Protect Vernda Friðun? Að vernda síður
Watchlist Vaktlisti Eftirlitslisti Var ákveðið að nota Vaktlisti þar sem verið er að vakta síður, ekki hafa eftirlit með þeim

2007 endurbætur á MediaWiki þýðingunni

[breyta frumkóða]

Þar sem lítið hefur verið um uppfærslu á þýðingunni, annarstaðar en á is.wikipedia þá stendur núna yfir uppfærsla á íslensku þýðingunni. Þýðingarnar eru geymdar á Notandi:Steinninn/MessagesIs og hver sem er getur hjálpað til. Það er mikilvægt að passa sig hvað er þýtt, og stundum þarf að halda ensku þýðingunni til að fá ekki villur. Svo eru allir hvattir til að taka þátt í umræðunni á 2007 endurbætunum. --Steinninn 06:14, 8 júlí 2007 (UTC)

Framtíðar þýðingar á MediaWiki hugbúnaðinum skulu vera sendar inn á Betawiki þar sem Niklas er í broddi filkingar. --Steinninn 14:15, 11 ágúst 2007 (UTC)
Það er búið að þýða megnið af þessu. Eigum við að eyða þeim meldingum sem eru alveg eins hér og á BetaWiki. Og jafnvel sumum sem eru ekki eins. --Steinninn 29. ágúst 2007 kl. 21:12 (UTC)[svara]