What I Like About You

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
What I Like About You
Tegund Gaman
Búið til af Wil Calhoun
Dan Schneider
Leikarar Amanda Bynes
Jennie Garth
Wesley Jonathan
Nick Zano (þáttaraðir 2-4)
Leslie Grossman (þáttaraðir 2-4)
Allison Munn (þáttaraðir 2-4)
Dan Cortese (þáttaröð 4)
Simon Rex (þáttaröð 1)
Michael McMillian (þáttaraðir 1-3)
David de Lautour (þáttaröð 3)
Stephen Dunham (þáttaröð 2)
Upphafsstef „What I Like About You“ - Lillix
Upprunaland Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
Frummál Enska
Fjöldi þáttaraða 4
Fjöldi þátta 86
Framleiðsla
Framkvæmdastjóri Wil Calhoun
Dan Schneider (þáttaraðir 1-2)
Caryn Lucas (þáttaraðir 3-4)
Brian Robbins
Mike Tollin
Joe Davola
Lengd þáttar 20-22 mínútur
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöð The WB
Hljóðsetning Dolby Surround 5.1
Fyrsti þáttur í 20. september 2002
Síðsti þáttur í 24. mars 2006
Sýnt 20. september 2002 – 24. mars 2006
Tenglar
Síða á IMDb
TV.com síða

What I Like About er bandarískur gamanþáttur sem gerist aðallega í New York borg og fylgist með lífi tveggja systra, Valerie Tyler (Jennie Garth og Holly Tyler (Amanda Bynes). Þættirnir voru sýndir á The WB sjónvarpsstöðinni frá 20. september 2002 - 24. mars 2006 og voru alls 86 þættir framleiddir.

Persónur og leikendur[breyta | breyta frumkóða]

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

What I Like About You segir sögu systranna Valerie „Val“ Tyler og yngri systur hennar, Holly Tyler. Val Tyler (Jenni Garth) er stíf og vinnur við að skipuleggja veislur, er mjög skipulögð og oft taugaveikluð. Holly (Amanda Bynes) er opin og hress unglingur sem vill ekki flytja til Japan með föður sínum sem er kominn með nýtt starf og ákveður í staðinn að flytja inn til eldri systur sinnar, Val, í íbúðina hennar í New York-borg. Þær eru tvær sterkar systur sem að þykir mjög vænt um hvor aðra. Þær eiga báðar góða vini (til dæmis Lauren vinkonu Val og Gray vin Holly og seinna einnig Tinu).

Sumir af fyrstu þáttunum innihalda líkamlegt grín frá Amöndu Bynes. Leikstíll hennar var oft borinn saman við Lucielle Ball. Líkamlega leiktjáningin var dempuð seinna í þáttunum. Húmorinn í þáttunum poppar upp tilveruna og notast við heimsku persónanna í þættinum á hinum ýmsu sviðum.

Þættirnir notuðu oft tilvitnanir í þættina sem voru búnir og byrjaði til að mynda önnur þáttaröðin á því að rifja upp hvað gerðist í fyrstu þáttaröðinni. Stundum var notast við einstaka söguþræði og stundum leiddi söguþráðurinn út í eitthvað meira en einn þátt, ekki ólíkt því sem var gert í Vinum.

Stórar breytingar[breyta | breyta frumkóða]

Á milli fyrstu og annarrar þáttaraðarinnar voru gerðar miklar breytingar. Þátturinn var eiginlega alræmdur fyrir breytingar sínar á leikaraliðinu. Simon Rex (sem lék fyrrverandi kærasta Val, Jeff Campell) var skrifaður út úr þáttunum eftir lok fyrstu þáttaraðarinnar. Hann er skrifaður út þar sem Val segir að þau ættu ekki að hittast aftur „þangað til þau geti gert það án þess að „gera það““ (á við kynferðisleg samskipti sem þau höfðu átt þrátt fyrir að hafa hætt saman nokkrum mánuðum fyrr, sem Holly komst að).

2003-04[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir aðra þáttaröðina voru fimm leikarar í þáttunum, meðal annars tveir aukaleikarar úr fyrstu þáttaröðinni. Þrjár nýjar persónur voru kynntar til sögunnar í annarri þáttaröðinni. Vince (leikinn af Nick Zano) varð hrifinn af Holly og seinna kærastinn hennar, Tina Haven (leikin af Allison Munn), varð nýja besta vinkona Holly, sem átti í erfiðleikum í samböndum, næstum því alveg jafn mikið og Val og Peter (leikinn af Stephen Dunham). Peter var nýr yfirmaður Val þangað til hún og Lauren hættu hjá Harper & Diggs til þess að stofna sitt eigið fyrirtæki. Hann var líka hrifinn af Val. Til viðbótar voru tvær aukapersónur úr fyrstu þáttaröðinni, Leslie Grossman (sem lék Lauren, samstarfskonu Val og gerði margar margar tilraunir til þess að fá Val til þess að skemmta sér meira) og Michael McMillian (sem lék Henry Gibson, kærasta Holly) urðu aðalpersónur. Þessar viðbætur við leikaraliðið gerðu kjarnar stærri, úr fjögurra manna, yfir í átta manna. Dunham var fljótlega skrifaður úr þáttunum eftir að hafa birst í sex af átta fyrstu þáttunum.

Aðrar breytingar voru gerðar á seríunni. Opnunarmyndinni var breytt og Holly og vinir hennar skipta um stað þar sem þau hanga á og hætta þau að vera á veitingastað Jeffs B-91 eins og í fyrstu seríunni og fara að vera á Liberty Diner í annarri, sem breytist síðan í bakarí Val, Sugar Babies, í 3. seríunni. Holly og Tina verða bestu vinkonur. Val og Holly flytja síðan út úr íbúðinni og flytja á loft (stærra en íbúðin sem þær bjuggu í í 1. þáttaröðinni) svo að Val geti fengið stærra pláss fyrir skrifstofu fyrir fyrirtækið sitt, sem Lauren eyðileggur seinna.

2004-05[breyta | breyta frumkóða]

Í þessari þáttaröð hætti Michael McMillan en skrifaði þátt seinna í þriðju seríu. Þriðja þáttaröðin bætti við David de Lautour sem aðalpersónu (þrátt fyrir að hann hafi aldrei bæst við opnunarmyndina) sem Ben Sheffield, tónlistarmaður frá Bretlandi sem er nýr kærasti Holly, sem hún hittir þegar hún fer til Evrópu.

2005-06[breyta | breyta frumkóða]

Í síðustu þáttaröðinni bættist einn leikari í hópinn, Dan Cortese, sneri aftur í þættina sem aðalpersóna (þrátt fyrir að aldrei hafa verið bætt í opnunaratriðið) sem Vic Meladeo, fyrrum yfirmaður Val sem verður slökkviliðsmaður, litaði á sér hárið, og giftist Val í Atlantic City þegar þau verða full. Val mótmælir hjónabandinu, og segir að þau hafi gert allt afturábak. Val vildi að Vic skrifaði undir ógildingarpappírana. Vic sagðist vilja bíða í hálft ár, og ef að Val elskaði hann ekki þá (hann sagði að það væri mjög ólíklegt) þá myndi hann skrifa undir skilnaðarpappíra. Við lok mánaðanna sex ákveður Val að hún elski Vic og vilji áfram vera gift honum. Þau komast fljótlega að því að þau voru ekki löglega gift. Eftir það ákveða þau að giftast aftur. Brúðkaupið þeirra er í síðasta þættinum.

Útdráttur[breyta | breyta frumkóða]