Welcome to the Hellmouth

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Welcome to the Hellmouth (ísl. Velkomin til Vítismunnsins) er fyrsti þátturinn af Vampírubananum Buffy sem var sýndur í sjónvarpi. Þátturinn var sýndur 10. mars 1997. Í þættinum byrjar vampírubaninn Buffy Summers í Sunnydale-miðskólanum og vonast til þess að geta gleymt vampírubanaskyldum sínum og eignast vini í staðinn. En allt verður fyrir ekki þegar nýi Vörðurinn hennar Rupert Giles segir henni að Sunnydale stendur á dulrænum samleitnispunkti sem laðar að sér vampírur og aðrar myrkraverur.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn byrjar með því að strákur og stelpa (Darla) laumast inn í Sunnydale-miðskólann um miðja nótt til gamna sér. Strákurinn er dularfullur og stelpan er feimin og hrædd. Stelpan telur sig heyra eitthvað þannig að strákurinn athugar hvort eitthvað sé þarna. Hann finnur ekkert en er hann snýr sér breytist sakleysislegt andlit stelpunnar í djöfullegt andlit vampíru og hún bítur strákinn í hálsinn.

Næsta morgunn vaknar Buffy við martröð þar sem hún sá djöfullegt andlit gamallar vampíru, vampíruher, kross, kirkjugarð og bók sem á stóð „Vampyr“. Buffy fer niður og borðar morgunmat og lofar móður sinni Joyce að hún muni vera þæg og svo keyrir hún Buffy í skólann. Lúðinn Alexander „Xander“ Harris er á leiðinni í skólann á hjólabretti og dettur þegar hann tekur eftir Buffy. Hann hittir bestu vini sína Willow Rosenberg og Jesse McNally og þau tala saman um nýju stelpuna, Buffy. Buffy hittir Flutie skólastjóra sem er fyrstu ánægður að fá hana í skólann þangað til að hann sér að hún brenndi niður íþróttasalinn í Hemery-skólanum. Buffy reynir að afsaka sig að íþróttasalurinn hafi verið „fullur af vampí- abesti...“ Hann vonast bara að hún verði bara góður nemandi. Þegar að Buffy fer úr skriftsofu skólastjórans missir hún skóladótið sitt í gólfið. Xander hjálpar henni og eftir smávandræðalegt samtal fer Buffy í tími. Eftir að Buffy er farinn finnur Xander stikann hennar á gólfinu.

Í sögutími hittir Buffy hina vinsælu Cordeliu Chase. Henni líkar strax við Buffy vegna þess að hún er frá Los Angeles og spyr Buffy nokkra spurninga til að sjá hversu svöl hún sé og Buffy svarar öllu „rétt“. Buffy sér síðan rétti liti Cordeliu þegar Cordelia gerir lítið úr klæðaburði hinnar feimnu Willow. Buffy er undrandi yfir því hversu andstyggileg Cordelia var. Buffy fer síðan á bókasafnið til að fá bók fyrir sögutímann. Á bókasafninu hittir hún breska bókasafnsvörðinn Rupert Giles. Þegar Giles kemst að því að hún heitir Buffy Summers tekur hann upp leðurbundna bók sem á stendur „Vampyr“ eins og í draumnum. Buffy segist ekki vilja þessa bók og fer út úr bókasafninu. Í búningsklefa stelpnanna finna tvær stelpur líkið stráknum í byrjun þáttarins.

Buffy hittir Willow og spyr hana hvort Willow geti hjápað sér ná upp námskeiðum. Willow segist geta það og segir henni að Giles bóksafnsvörður sé nýkominn til Sunnydale. Xander og Jesse koma til þeirra og byrja tala við Buffy og Xander afhendir Buffy stikann hennar. Buffy segir að stikinn sé til sjálfsvarnar í L.A. „...piparúði er svo gamaldags“. Cordelia kemur og segir Buffy að það verða engar íþróttir út af „voðadauða gaurnum“. Buffy spyr hana hvort það voru einhvað tannafar á líkinu sem slær Cordeliu út af laginu. Buffy brýst inn í búningsklefann (bókstaflega, því hún brýtur hurðina) og finnur vampírutannafar á hálsi stráksins. Buffy fer til Giles og spyr hann hvað er gangi. Giles segir henni að hann sé nýi Vörðurinn hennar og að það hafi ekki verið tilviljun að hún hafi komið til Sunnydale vegna þess að bærinn stendur á dulrænum samleitnispunkti. Buffy segist ekki vilja vera vampírubaninn og fer út af bókasafninu og Giles á eftir henni. Xander kemur allt í einu undrandi undan bókahillunum og heyrði samtalið þeirra. Buffy segir Giles að það muni ekkert slæmt gerast í Sunnydale.

Neðanjarðar eru vampíruhópur leiddur af Luke að endurvekja Meistarann. Hann vill að hinar vampírurnar undirbúi sig fyrir „uppskeruna“ og heimtar „mat“.

Á leiðini á skemmtistaðinn The Bronze um kvöldið hittir Buffy dularfullan mann (Angel) sem afhendir henni krosshálsfesti. Hann segir henni að Uppskerjan nálgast og biður hana velkomna til Vítismunnsins. Á Bronze hittir Buffy Willow og segir henni að Willow þurfi að grípa augnablikið: „Vegna þess á morgun gætirðu verið dauð.“ Jesse sést dansa við Dörlu og hún biður hann að koma með sér. Buffy sér Giles á Bronze og talast. Giles vill að Buffy reyni að finna vampíru vegna þess að klúbburinn er tilvalinn fyrir vampírur. Buffy finnur fljótt vampíru (Thomas) út af því að hann er í svo gamaldagsklæðnaði. Buffy er skelfingulostin þegar hún sér Willow tala við vampíruna. Hún hleypur út og reynir að ná til hennar og ræðst næstum því á Cordeliu með stikanum sínum. Cordelia fer aftur inn og telur Buffy geðbilaða. Buffy hitt Xander og hann segir henni að hann veit hver hún er. Hún biður hann að hjálpa sér að finna Willow.

Thomas leiðir Willow í grafhýsi í kirkjugarðinum. Darla kemur fljótt inn með Jesse sem er bitinn. Áður en að Thomas ræðst á Willow kemur Buffy og berst við hann og rekur stika í hjartað á honum. Buffy segir Willow, Xander og Jesse að flýja á meðan hún berst við Dörlu. En Luke fleygir henni til hliðar og skipar Dörlu að elta krakkana. Buffy og Luke berjast en hann hefur yfirhendina. Á sama tíma eru Willow, Xander og Jesse króuð af vampírum. Luke ætlar sér að drekka blóð Buffyar...

Höfundur: Joss Whedon

Leikstjóri: Charles Martin Smith

Leikendur og persónur[breyta | breyta frumkóða]

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

 • Sarah Michelle Gellar sem Buffy Summers
 • Nicholas Brendon sem Xander Harris
 • Alyson Hannigan sem Willow Rosenberg
 • Charisma Carpenter sem Cordelia Chase
 • Anthony Stewart Head sem Rupert Giles

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

 • Mark Metcalf sem Meistarinn
 • Brian Thompson sem Luke
 • David Boreanaz sem Angel
 • Ken Lerner sem Flutie skólastjóri
 • Kristine Sutherland sem Joyce Summers
 • Julie Benz sem Darla
 • J. Patrick Lawlor sem Thomas
 • Eric Balfour sem Jesse McNally