Watkins-fjöll
Útlit
(Endurbeint frá Watkinsfjöll)
Watkins-fjöll er hæsti fjallgarður Grænlands. Fjöllin eru á austurströnd Austur-Grænlands, ofan við Blosseville-strönd, í Landi Kristjáns níunda í sveitarfélaginu Sermersooq. Þar eru mörg fjöll og er Gunnbjörnsfjall hæsta þeirra. Fjallgarðurinn heitir eftir breska landkönnuðinum Gino Watkins sem kannaði fjöllin í Breska loftleiðaleiðangrinum til Norðurslóða 1930 til 1931. Einn af leiðangursmönnum Watkins, Lawrence Wager, kleif Gunnbjörnsfjall fyrstur manna fimm árum síðar.
Tindar Watkins-fjalla eru jökulsker umkringdir jöklum eins og Kristjánsfjórðajökli, Rósenborgarjökli og Krúnuborgarjökli.
Í Watkins-fjöllum eru nokkrir tindar sem eru hærri en 3000 metrar. Þeir helstu eru:
- Gunnbjörnsfjall (3694 m)
- Gunnbjörnshvel (3682 m)
- Gunnbjörnskeila (3669 m)
- Tindur norðan við Gunnbjörnsfjall (3606 m)
- Blekkingarfjall (3526 m)
- Tindur norðaustan við Gunnbjörnsfjall (3344 m)