Waterton Lakes-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Waterton-vatn að vetri.
Staðsetning þjóðgarðsins innan Alberta.
Prince of Wales-hótelið.
Elgur við Cameron-vatn.

Waterton Lakes-þjóðgarðurinn (enska: Waterton Lakes National Park) er þjóðgarður í Klettafjöllum suðvestur-Alberta. Hann var fjórði þjóðgarðurinn sem stofnaður var í Kanada árið 1895 og er 505 ferkílómetrar að stærð. Hæð þjóðgarðsins er u.þ.b. í 1300-3000 metrum. Nafnið er runnið frá breskum náttúrufræðingi og verndarsinna; Charles Waterton. Prince of Wales-hótelið var byggt við Waterton-vatn árið 1926-1927 og er eitt af sögulegum hótelum sem byggð voru af kanadískum járnbrautarfélögum.

Dýralíf og gróður svæðisins ber keim af nálægum þjóðgörðum; hjartardýr, birnir, úlfar, nagdýr og ernir eru dæmi um dýr þar. Waterton-vatn er það dýpsta í Klettafjöllum Kanada.

Þjóðgarðurinn á landamæri að Glacier-þjóðgarðinum í Montana. Þjónusta finnst eingöngu í bænum Waterton.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Waterton Lakes National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. des. 2016.