Wallander (sænskir sjónvarpsþættir)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wallander eru sænskir sakamálaþættir, byggðir á sögum Henning Mankell, um lögreglufulltrúann Kurt Wallander (leikinn af Krister Henriksson). Fyrsta þáttaröð kom út 2005-2006, önnur þáttaröð 2009-2010 og þriðja þáttaröð árið 2013. Alls urðu þættirnir því 32 talsins í 3 þáttaröðum. Hver þáttur er um 90 mínútur. Sögusvið þáttanna er Ystad á Skáni. Sögurnar ganga út á eltingarleik lögreglu við kaldrifjaða morðingja, og oft á tíðum erfið samskipti Wallanders við starfsfélaga, nágranna og fjölskyldu, einkum Lindu dóttur hans. Einn af þáttunum byggist á skáldsögu eftir Mankell, en hinir notuðu nýjar sögur samkvæmt tillögum hans. Fyrsta þáttaröðin kom beint á DVD, en seinni tvær þáttaraðirnar voru frumsýndar á TV4.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.