Fara í innihald

Vísindakirkjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tákn Vísindakirkjunnar er kross með átta stöfum

Vísindakirkjan (enska: Scientology) er trúarhreyfing sem stofnuð var af L. Ron Hubbard vísindaskáldsagnahöfundi. Vísindakirkjan kom í kjölfar Dianetics sjálfbetrunartæknarinnar sem Hubbard hafði áður skrifað bók um. Kenningar Vísindakirkjunnar hafa lengi verið umdeilanleg „trúarbrögð“. Hubbard stofnaði Vísindakirkjuna í Camden í New Jersey árið 1953.

Vísindakirkjan kennir að menn séu ódauðlegar verur sem hafa gleymt eðli sínu. Markmið trúarinnar er að losa mann við slæmar minningar og atburði þannig að maður geti starfað eftir fullri getu. Þessi aðferð heitir auditing má þýða sem „endurskoðun líkamans“.[1] Átrúendur geta keypt lesefni og fara á endurskoðunarnámskeið til að framkvæma þessa aðferð. Kenningar Vísindakirkjunnar eru viðurkennd trúarbrögð í Bandaríkjunum og sumum öðrum löndum. En víða, til dæmis í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, eru þær ekki viðurkennd trúarbrögð.

Dæmi um deilumál í kringum trúna er félagakostnaðurinn. Átrúendur verða að borga fyrir allt lesefni og öll námskeið, auk 200 bandaríkjadala árgjalds. Í hvert sinn sem látið er endurskoða mann þarf að borga 10.000 dali.[1] Annað umdeilt mál er að sumir átrúendur trúa að geðlækningar séu vondar og það verði að leggja þær af.

  1. 1,0 1,1 „Vísindatrú - Vísindi og fræði - Hugi“. Sótt 18. nóvember 2011.
  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.