Spjall:Vísindakirkjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Er þetta ekki yfirleitt kallað Vísindakirkjan á íslensku? --Cessator 18. nóvember 2011 kl. 17:42 (UTC)

Jú, þetta nefnist „Vísindakirkja“, þó að réttnefni væri e.t.v. „Vísindaspeki“. Thvj 18. nóvember 2011 kl. 17:44 (UTC)

Heimildir[breyta frumkóða]

Mér finnst eins og grein á Huga teljist seint áreiðanleg heimild. Er ekki hægt að finna traustari heimildir? --Cessator 18. nóvember 2011 kl. 17:46 (UTC)

Það er væntanlega erfitt að finna „hlutlausa“ heimild um lífstílsfélög og sértrúarsöfnuði, menn skiptast gjarnan í tvo hópa með og á móti þeim. Thvj 18. nóvember 2011 kl. 17:51 (UTC)

Trúarhreyfing eða lífstílsfélag?[breyta frumkóða]

Er þetta ekki frekar lífstílsfélag eða -hreyfing heldur en trúfélag? M.ö.o held. ég held að fylgendurnir hafi engan annan guð en kristnir, þó að stofnandinn Hubbard sé vissulega sveipaður goðsagnakenndum ljóma. Thvj 29. nóvember 2011 kl. 17:37 (UTC)

Jú, þeir trúa t.d. á geimverur og fleira. Vísindakirkjan er líka viðurkennd trúarbrögð í sumum löndum. --Akigka 29. nóvember 2011 kl. 18:06 (UTC)
Búddismi yrði þá líka lífsstílsfélag, eða hvað? --Cessator 30. nóvember 2011 kl. 02:12 (UTC)
Skemmtilegt að þú nefnir búddisma, sem í reynd er lífsspeki og mætti því með réttu kalla lífsstílsfélag. Búddismi er þó yfirleitt flokkuð til túarbragð þó að hana skorti „guð“, slíkan sem fjölmennustu vestrænu trúfélögin geta státað af. Thvj 1. desember 2011 kl. 08:59 (UTC)
Einmitt. Þetta er ekki alltaf klippt og skorið. Búddismi telst, þrátt fyrir allt, vera trúarbragð enda þótt hann teljist ekki þeismi (trúarbragð með persónulegum guði). Það sama gildir um vísindakirkjuna, hún er opinberlega viðurkennd sem trúfélag í sumum löndum og vill sjálf öðlast slíka viðurkenningu annars staðar. Þannig að hún hlýtur að teljast trúfélag hér. --Cessator 1. desember 2011 kl. 13:23 (UTC)
Þó að hún sé talin trúfélag í öðrum heimshlutum, þá er hún mér vitanlega ekki skráð sem slíkt hér á landi og ætti því fremur að kallast lífstílsfélag. Thvj 2. desember 2011 kl. 09:48 (UTC)
Nú ertu að misskilja Wikipediu, kallinn minn. Því is.wikipedia er ekki íslenskt alfræðirit, skrifað út frá íslenskum forsendum. Þetta er bandarískt alfræðirit, hýst í Flórída og undir bandarísk lög sett en reyndar skrifað á íslensku. Trúfélagaskráning á Íslandi hefur því ekkert með það að gera hvernig við flokkum Vísindakirkjuna á Wikipediu. --Cessator 2. desember 2011 kl. 10:45 (UTC)
Já, það mun rétt vera að is.wikipedia er bandarísk, en er ekki vísindakirkjan í raun lífstílsfélag, eins og við skiljum hugtakið á Íslensku? Thvj 2. desember 2011 kl. 13:54 (UTC)
Held ekki, hún á miklu meira sameiginlegt með skráðum trúfélögum á Íslandi heldur en með eina íslenska lífsstílsfélaginu, sem er Siðmennt. --Cessator 2. desember 2011 kl. 13:58 (UTC)
En skoðaðu greinarnar trúfélag og trúarbrögð, þar sem talað er um trú á „yfirnáttúrlegar verur“. Er virkilega um slíkt að ræða í V-kirjunni? Thvj 2. desember 2011 kl. 14:02 (UTC)
Skilgreiningin í greininni trúarbrögð er ónákvæm: Ekki öll trúarbrögð fela í sér trú á „verur“, þ.e. persónulegan guð eða guði (þeismi); átrúnaðurinn getur líka verið á ópersónulegan guðdóm (deismi eða frumgyðistrú) og sá guðdómur getur jafnvel gegnsýrt allan heiminn og allt sem í honum er (algyðistrú) o.s.frv. Það má t.d. líta á karma í búddisma sem slíkt ópersónulegt goðmagn. Klárlega á hugtakakerfi Vísindakirkjunnar, með sitt þetan og hvað þetta heitir allt saman, meira skylt við trúarbrögð en vísindi. Lífsstílsfélagið Siðmennt leggur til grundvallar heimsmynd sinni og þekkingarfræði nútímavísindi án þess að gera þau að viðfangi átrúnaðar (um það má lesa á vefsíðu félagsins). Þannig að ég sé bara ekki hvernig Vísindakirkjan getur verið líkari lífsstílsfélagi (ég veit bara um eitt, sem er Siðmennt) heldur en trúfélögum. --Cessator 2. desember 2011 kl. 14:09 (UTC)