Volbeat
Volbeat er dönsk þungarokkssveit sem var stofnuð í Kaupmannahöfn árið 2001. Hljómsveitin spilar blöndu af rokki, þungarokki, groove metal og rokkabillí. Hún var stofnuð á rústum dauðarokkssveitarinnar Dominus en Michael Poulsen söngvari og gítarleikari hennar hafði fengið nóg af slíkri tónlist og vildi reyna fyrir sér eitthvað nýtt (nafnið á nýja bandinu var tekið af þriðju plötu Dominus: Vol.Beat).
Allar plötur Volbeat hafa hlotið gullsölu í Danmörku. Einnig hefur sveitin gert það gott í Þýskalandi, Svíþjóð, Austurríki, Finnlandi og Bandaríkjunum. Volbeat hefur farið í tónleikaferðalög með Metallica um Evrópu og Norður Ameríku.
Rob Caggiano, fyrrum gítarleikari Anthrax gekk í hljómsveitina árið 2013 en ætlunin var fyrst að hann væri aðeins upptökustjóri.
Meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Michael Poulsen – söngur, gítar (2001–)
- Jon Larsen – trommur (2001–)
- Rob Caggiano – gítar, bakraddir (2013–present), bassi (2015–2016)
- Kaspar Boye Larsen – bassi, bakraddir (2006, 2016–)
Fyrrum meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Anders Kjølholm – bassi, bakraddir (2001–2015)
- Teddy Vang – gítar (2001–2002)
- Franz "Hellboss" Gottschalk – gítar, bakraddir (2002–2006)
- Thomas Bredahl – gítar, bakraddir (2006–2011)
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- The Strength / The Sound / The Songs (2005)
- Rock the Rebel / Metal the Devil (2007)
- Guitar Gangsters & Cadillac Blood (2008)
- Beyond Hell / Above Heaven (2010)
- Outlaw Gentlemen & Shady Ladies (2013)
- Seal the Deal & Let's Boogie (2016)
- Rewind, Replay, Rebound (2019)
- Servant of the Mind (2021)