Vivienne Westwood
Vivienne Isabel Westwood (fædd Swire; 8. apríl 1941 – 29. desember 2022) var enskur fatahönnuður og athafnakona sem er þekktust fyrir að hafa gert pönk- og nýbylgjutísku vinsæla á 8. og 9. áratug 20. aldar.
Hún hóf fatahönnunarferil sinn í verslun sem hún rak ásamt kærasta sínum, Malcolm McLaren, á King's Road í London sem seinna fékk nafnið SEX. Þau gerðu meðal annars föt fyrir sviðsetningar, eins og söngleikinn The Rocky Horror Picture Show og bandarísku glamrokksveitina New York Dolls. Árið 1975 setti McLaren saman hljómsveitina Sex Pistols sem hafði mikil áhrif á pönktískuna í Bretlandi á 8. áratugnum.
Westwood átti verslanakeðju sem bar nafn hennar og rak tugi verslana um allan heim. Síðustu ár var hún áberandi í ýmis konar réttindabaráttu. Hún studdi Græningja í enskum stjórnmálum, barðist gegn neysluhyggju og fyrir aukinni sjálfbærni. Hún beitti sér meðal annars fyrir lausn Julian Assange úr haldi. Hún hlaut bresku heimsveldisorðuna árið 1992.