Hvannabobbi
Útlit
(Endurbeint frá Vitrina pellucida)
Hvannabobbi | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Leturgröftur af Vitrina pellucida eftir Orlando Jewitt úr bók hans The land and freshwater mollusks indigenous to, or naturalized in, the British Isles 1863
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Vitrina pellucida (O. F. Müller, 1774)[1] | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Hvannabobbi (Vitrina pellucida) er sniglategund. Hvannabobbann má finna um alla Evrópu nema allra syðst.
Hvannabobbi heldur sig á rökum stöðum, undir þéttum gróðri, í blómstóðum, t.d. hvannstóðum, í skógarbotnum á lækjarbökkum og víðast hvar þar sem raki viðhelst. Finnst einnig í görðum og öðru manngerðu umhverfi. Hann þolir illa hita og þurrk. Kulda þolir hann hins vegar vel og getur verið á ferli jafnt að vetri sem sumri. Hann sést einna helst niðri í gróðursverði, oft undir steinum, trjálurkum og öðru lauslegu. Ef til vill lifir hann öðru fremur á plöntuleifum og öðru rotnandi. Það er þó ekki fyllilega vitað.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Müller O. F. (1774). Vermivm terrestrium et fluviatilium, seu animalium infusoriorum, helminthicorum, et testaceorum, non marinorum, succincta historia. Volumen alterum. - pp. I-XXVI [= 1-36], 1-214, [1-10]. Havniæ & Lipsiæ. (Heineck & Faber).
- ↑ Hvannabobbi Geymt 20 janúar 2022 í Wayback Machine Náttúrufræðistofnun Íslands
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Vitrina pellucida.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Vitrina pellucida.