Hvannabobbi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvannabobbi
Leturgröftur af Vitrina pellucida eftir Orlando Jewitt úr bók hans The land and freshwater mollusks indigenous to, or naturalized in, the British Isles 1863
Leturgröftur af Vitrina pellucida eftir Orlando Jewitt úr bók hans The land and freshwater mollusks indigenous to, or naturalized in, the British Isles 1863
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Lindýr (Mollusca)
Flokkur: Sniglar (Gastropoda)
Ættbálkur: Lungnasniglar (Pulmonata)
Yfirætt: Limacoidea
Ætt: Hvannabobbaætt (Vitrinidae)
Ættkvísl: Vitrina
Tegund:
V. pellucida

Tvínefni
Vitrina pellucida
(O. F. Müller, 1774)[1]
Samheiti
  • Helix pellucida Müller, 1774
  • Vitrina (Phenacolimax) Bielzi Kimakowicz, 1890

Hvannabobbi (Vitrina pellucida) er sniglategund. Hvannabobbann má finna um alla Evrópu nema allra syðst.

Hvannabobbi heldur sig á rökum stöðum, undir þéttum gróðri, í blómstóðum, t.d. hvannstóðum, í skógarbotnum á lækjarbökkum og víðast hvar þar sem raki viðhelst. Finnst einnig í görðum og öðru manngerðu umhverfi. Hann þolir illa hita og þurrk. Kulda þolir hann hins vegar vel og getur verið á ferli jafnt að vetri sem sumri. Hann sést einna helst niðri í gróðursverði, oft undir steinum, trjálurkum og öðru lauslegu. Ef til vill lifir hann öðru fremur á plöntuleifum og öðru rotnandi. Það er þó ekki fyllilega vitað.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Müller O. F. (1774). Vermivm terrestrium et fluviatilium, seu animalium infusoriorum, helminthicorum, et testaceorum, non marinorum, succincta historia. Volumen alterum. - pp. I-XXVI [= 1-36], 1-214, [1-10]. Havniæ & Lipsiæ. (Heineck & Faber).
  2. Hvannabobbi Geymt 20 janúar 2022 í Wayback Machine Náttúrufræðistofnun Íslands
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.