Fara í innihald

Viðeyjarberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Viðeyjarberg er elsta berg á Reykjavíkursvæðinu. Það er um 2 milljón ára gamalt og kom frá megineldstöðinni Viðeyjareldstöð. Viðeyjarberg kemur fram í Viðey, Geldinganesi, Gufunesi og á svæðinu frá Kleppi og út með Sundahöfn. Það er úr basalti, líparíti og andesíti og er ýmist hraun, gosaska eða innskot.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Árni Hjartarsson, Jarðgöng á Höfuðborgarsvæði, 2005
  Þessi Íslandsgrein sem tengist jarðfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.