Verkamannaflokkurinn (Ástralía)
Verkamannaflokkurinn Labor Party | |
---|---|
Leiðtogi | Anthony Albanese |
Varaleiðtogi | Richard Marles |
Forseti | Wayne Swan[1] |
Ritari | Paul Erickson |
Þingflokksformaður | Penny Wong |
Stofnár | Elstu deildir: 1891 Á landsvísu: 8. maí 1901 |
Höfuðstöðvar | Barton, Höfuðborgarsvæði Ástralíu |
Félagatal | 60.085 (2020)[2] |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Jafnaðarstefna |
Einkennislitur | Rauður |
Sæti á fulltrúadeild | |
Sæti á öldungadeild | |
Vefsíða | www.alp.org.au |
Ástralski verkamannaflokkurinn (e. Australian Labor Party; gjarnan skammstafað ALP[3]) er ástralskur stjórnmálaflokkur sem kennir sig við jafnaðarstefnu. Flokkurinn er aðili að Framfarabandalaginu og var aðili að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna frá 1966 til 2014.
Verkamannaflokkurinn rekur uppruna sinn til verkalýðshreyfinga sem stofnaðar voru á tíunda áratugi 19. aldar í nýlendunum sem urðu síðar að ástralska samveldinu, sér í lagi í Nýja-Suður-Wales og Queensland. Það var í Queensland sem Anderson Dawson, leiðtogi verkalýðshreyfingannaí nýlendunni, stofnaði fyrstu ríkisstjórn jafnaðarmanna í sögunni. Sú stjórn var minnihlutastjórn og entist aðeins í eina viku. Stofnun Verkamannaflokksins er miðuð við 8. maí 1901, en þá fundaði „þingflokkur“ þeirra (þ.e. fulltrúar verkamanna á ástralska þinginu) í fyrsta sinn.
Leiðtogar Verkamannafloksins
[breyta | breyta frumkóða]Leiðtogar Verkamannaflokksins frá stofnun hans hafa verið:
Nafn | Ár |
---|---|
Chris Watson | 1901–1908 |
Andrew Fisher | 1908–1915 |
Billy Hughes | 1915–1916 |
Frank Tudor | 1916–1922 |
Mathew Charlton | 1922–1928 |
James Scullin | 1928–1935 |
John Curtin | 1935–1945 |
Ben Chifley | 1945–1951 |
Dr H.V. Evatt | 1951–1960 |
Arthur Calwell | 1960–1967 |
Gough Whitlam | 1967–1977 |
Bill Hayden | 1977–1983 |
Bob Hawke | 1983–1991 |
Paul Keating | 1991–1996 |
Kim Beazley | 1996–2001 |
Simon Crean | 2001–2003 |
Mark Latham | 2003–2005 |
Kim Beazley | 2005–2006 |
Kevin Rudd | 2006–2010 |
Julia Gillard | 2010–2013 |
Kevin Rudd | 2013 |
Bill Shorten | 2013-2019 |
Anthony Albanese | 2019- |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „National Executive“. Australian Labor Party. Sótt 30. september 2021.
- ↑ Davies, Anne (13. desember 2020). „Party hardly: why Australia's big political parties are struggling to compete with grassroots campaigns“. The Guardian (enska). Sótt 13. desember 2020.
- ↑ „Political party name abbreviations & codes, demographic ratings and seat status“. aec.gov.au (enska). Kjörstjórn Ástralíu. Sótt 22. maí 2022.