Fara í innihald

Velvet Revolver

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Velvet Revolver á tónleikum (2007)

Velvet Revolver var bandarísk rokkhljómsveit skipuð þremur fyrrverandi meðlimum Guns N' Roses, þeim Slash, Duff McKagan og Matt Sorum. Scott Weiland, fyrrum söngvari Stone Temple Pilots og gítarleikarinn Dave Kusner fóru einnig fyrir sveitinni.

Hljómsveitin var stofnuð árið 2002. Hún starfaði til 2008 þegar Scott Weiland yfirgaf sveitina. Reyndar kom hún saman árið 2012 til að spila góðgerðatónleika. Weiland lést árið 2015 þegar hann fannst meðvitundarlaus í tónleikarútu eftir ofneyslu vímuefna.

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Contraband (2004)
  • Libertad (2007)
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.