Fara í innihald

Vegemite

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vegemite á ristuðu brauði.

Vegemite er dökkbrúnt fæðumauk búið til úr geri og notað sem álegg á samlokur, ristað brauð og hrökkbrauð og sem fylling í bakstur. Vegemite er algengt viðbit í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og oft er það talið með þjóðarréttum og tákn fyrir það fyrrnefnda. Það var fundið upp árið 1923 af Dr. Cyril P. Callister þegar fyrirtækið sem hann vann hjá fól honum að búa til mauk úr bjórgeri.

Vegemite er aukaafurð úr bjórframleiðslu. Blandað er í ger ýmiskonar grænmeti og kryddi þannig að maukið verður salt, örlítið beiskt og með maltbragði. Maukið er slétt og seigfljótandi líkt og hnetusmjör og mysingur.

Vegemite inniheldur mikið af B-vítamíni en í það er ekki bætt B-12 vítamíni.