Fara í innihald

Veðröð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Veðröð er sú forgangsröð sem veðhafar njóta í tiltekinni eign til að leita fullnustu í henni. Réttur veðhafanna til að beita þessum fullnusturétti er almennt ekki háður samþykki annarra veðhafa, óháð því hver staða þeirra er í veðröðinni. Þegar úthluta á verðmætinu eða tilteknum hlutum þess hefur fremsti rétturinn í forgangsröðinni forgang þar til hann hefur verið tæmdur, farið í þann næsta þar til hann er tæmdur, og svo framvegis þar til veðröðin hefur verið tæmd eða ekkert meira er til úthlutunar. Þó geta veðhafar ekki borið fram eigin kröfu í þessu ferli nema gjalddagi þeirra eigin krafna sé kominn eða þær komnar í vanskil.

Að því leyti sem ekki hefur verið samið um annað né lögákveðið er röðin sú að eldri réttur gengur fram fyrir yngri rétt eða leiði af tilteknum reglum um áskilnað um tilteknar tryggingarráðstafanir til verndar rétti. Veðhafar geta samið sín á milli um endurröðun.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.