Gjalddagi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gjalddagi er sá dagur þegar kröfuhafi getur fyrst krafið skuldara um efndir á viðkomandi greiðslu, nema efndahindrun leiði til annars. Að jafnaði eru gjalddagar greiðslna ákveðnir sérstaklega en séu þeir hvorki ákveðnir með landslögum né í samningi er miðað við þann tíma sem viðsemjandinn afhendir sína greiðslu.

Gjalddagar geta haft þýðingu við að ákveða upphaf fyrningarfrests, dráttarvaxta og annað er varðar kröfusambandið.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.