Fara í innihald

Fyrning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fyrning er þegar krafa glatar lögvernduðum áhrifum sínum. Þrátt fyrir að krafa fyrnist er skuldara enn þá heimilt að greiða inn á hana en hún helst samt fyrnd samt sem áður.

Fyrningarfrestur

[breyta | breyta frumkóða]

Hinn almenni fyrningarfrestur í íslenskum rétti er fjögur ár. Fyrningarfresturinn getur svo framlengst, meðal annars með afborgun skuldara inn á kröfuna, viðurkenningu hennar af hálfu dómstóla, og einnig viðurkenningu skuldarans sjálfs.

Samkvæmt sérreglum um peningalán og kröfur á grundvelli skuldabréfa er fyrningarfrestur á höfuðstól þeirra 10 ár, en almennur fjögurra ára fyrningarfrestur er á vöxtum og eftir atvikum verðbótum af slíkum kröfum.

Með bráðabirgðaákvæði í lögum um vexti og verðtryggingu sem var sett í kjölfar úrlausna dómstóla árið 2010 og síðar framlengt var uppgjörskröfum vegna ólögmætrar gengistryggingar settur sérstakur fyrningarfestur til 16. júní 2018.

Vegna gjaldþrotaskipta einstaklinga gildir sú sérregla að við skiptalok hefst tveggja ára fyrningarfrestur allra krafna sem féllu undir gjaldþrotaskiptin, sem er ekki hægt að framlengja nema með málshöfðun til viðurkenningar á fyrningarslitum.

Í íslenskum rétti fellur krafan niður við lok fyrningarfrests en í sumum réttarkerfum lifir krafan áfram en kröfuhafinn glatar möguleika sínum á að innheimta hana með aðstoð hins opinbera, þ.m.t. gegnum dómstóla.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.