Vaxtamunarviðskipti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vaxtamunarviðskipti (e. carry trade) kallast það þegar fjárfestar nýta sér muninn á vöxtum gjaldmiðla í mismunandi löndum. Fá t.d lán í löndum þar sem stýrivextir eru lágir og kaupa síðan skuldabréf í löndum þar sem stýrivextir eru háir og hagnast þannig á vaxtamuninum.

Vaxtamunarviðskipti á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir bankahrunið 2008 tíðkaðist útgáfa á s.k. jöklabréfum sem var nokkuð flókinn fjármálagjörningur. Það voru erlend skuldabréf gefin út erlendis af erlendum fjármálastofnunum í samstarfi við íslenskar fjármálastofnanir. Mikið var um að gefin væru út jöklabréf í evrum. Erlendir fjárfestar högnuðust því um stund á háu gengi íslensku krónunnar gagnvart þeim gjaldmiðli þar sem jöklabréfin voru gefin út.

Jón Daníelsson og Gylfi Zoega halda því fram í skýrslu sinni Hagkerfi býður skipbrot að vaxtarmunarviðskipti hafi átt þátt í bankahruninu á Íslandi árið 2008.[1] Í bók sinni Why Iceland? fullyrðir Ásgeir Jónsson, fyrrverandi yfirmaður greiningardeildar Kaupþings það sama.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hagkerfi býður skipbrot“ (PDF). Sótt 24. Ágúst 2009.