Vatnajökulsleiðangur J.P.Kochs 1912
Útlit
Vatnajökulsleiðangur J.P. Kochs árið 1912 er leiðangur sem farinn var á hestum um Ódáðahraun og þvert yfir Vatnajökul fram og til baka til að undirbúa stærri leiðangur þar sem farið skyldi yfir þveran Grænlandsjökul. Leiðangursstjóri var danski landmælingamaðurinn Johann P. Koch en með í för voru meðal annarra Alfred Wegener og Vigfús Sigurðsson. Þeir félagar fóru síðan frækilega ferð við fjórða mann þvert yfir norðanvert Grænland þar sem jökullinn er hvað breiðastur.