Fara í innihald

Varmasmiður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Varmasmiður

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Bjalla (Coleoptera)
Ætt: Járnsmiðsætt (Carabidae)
Ættkvísl: Carabus
Tegund:
C. nemoralis

Tvínefni
Carabus nemoralis
(O.F. Muller, 1764)

Varmasmiður (fræðiheiti: Carabus nemoralis) er stór bjalla með útbreiðslu í Evrópu og Kanada sem heldur sig á þurrlendi í frjósömum jarðvegi. Hann er virkur á nóttunni og veiðir smádýr eins og maðka og snigla.

Varmasmiður fannst fyrst á Íslandi árið 1990 og kom hann með búslóð. Hans hefur orðið vart í auknum mæli frá aldamótum 2000. Varmasmiður verður um 22 mm og er stærsta bjallan á landinu ásamt tröllasmiði.

  • „Hvað er varmasmiður og finnst hann á Íslandi?“. Vísindavefurinn.
  • Varmasmiður - Náttúrufræðistofnun Geymt 25 júní 2020 í Wayback Machine
  • Vígalegur varmasmiður á ferðinni - Mbl.is