Fara í innihald

Tröllasmiður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tröllasmiður

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Bjalla (Coleoptera)
Ætt: Járnsmiðsætt (Carabidae)
Ættkvísl: Nebria
Tegund:
N. problematicus

Tvínefni
Carabus problematicus
(Herbst, 1786)

Tröllasmiður (fræðiheiti: Carabus problematicus) er stór bjöllutegund. Hann finnst víða um Evrópu, þar á meðal Skandinavíu, Kólaskaga, Skotlandi og Færeyjum. Á Íslandi finnst hann aðeins á Suðausturlandi (þar sem hann er kallaður einnig tordýflamóðir ) en er þó talinn hafa verið lengi hér.

Búsvæði er í gras- og mólendi og grýttu landi með rótum fjalla. Hann heldur sig að mestu undir steinum að degi en er virkur að næturlagi. Fæða er smádýr af ýmsu tagi, t.d. sniglar.

Íslenski tröllasmiðurinn er nægilega frábrugðinn tröllasmiðum í nágrannalöndum til að vera skilgreindur sem sérstök undirtegund (C. p. islandicus). [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Tröllasmiður Náttúrufræðistofnun. Skoðað 13. ágúst, 2018.