Fara í innihald

Varmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Varmaleiðni)

Varmi er hugtak í eðlisfræði og er sú orka sem flyst á milli misheitra hluta við varmaskipti með geislun eða leiðni. Varmi flyst alltaf frá heitari hlut til þess kaldari, að því gefnu að hlutirnir séu í varmasambandi, og ef báðir eru jafn heitir flyst enginn varmi milli þeirra. Varmi í varmafræði samsvarar til vinnu í aflfræði. Mælieiningin fyrir varma í alþjóðlega einingakerfinu er júl.

Í daglegu tali, í staðaheitum og kveðskap getur orðið „varmi“ verið samheiti orðsins „hiti“.