Vanheimild

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vanheimild er réttarágalli er felst í því að kröfuhafinn fær ekki umsamda réttarstöðu í samningi sínum við viðsemjanda sökum ósamrýmanlegra réttinda þriðja aðila.

Fullkomin vanheimild og vanheimild að hluta[breyta | breyta frumkóða]

Fullkomin vanheimild á sér stað þegar skuldarinn á ekki þá eign sem hann seldi en þá eignast kröfuhafi engan rétt og samningurinn gæti þá fallið niður. Vanheimild að hluta á sér stað þegar skuldarinn á beinan eignarrétt að viðkomandi eign en þriðji aðili á einhver óbein eignarréttindi að henni, svo sem á grundvelli áhvílandi veðs eða fjárnáms.

Upphafleg og eftirfarandi vanheimild[breyta | breyta frumkóða]

Upphafleg og eftirfarandi vanheimild er flokkun vanheimildar eftir því hvort hún var til staðar við stofnun samnings (upphafleg) eða hvort til hennar stofnaðist síðar (eftirfarandi).

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.