Fara í innihald

Réttarágalli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Réttarágalli er hugtak innan kröfuréttar og felur í sér að kröfuhafinn fær ekki þá réttarstöðu sem til var ætlast samkvæmt samningi, svo sem viðeigandi eignarrétt á keyptri fasteign. Slíkt getur ýmist gert þegar seljandinn á ekki öll þau réttindi sem hann er að færa yfir til kaupanda (svo sem á ekki eina íbúð í blokk sem hann er að selja) eða má ekki flytja þau réttindi yfir til kaupanda vegna skilyrða sem seljandinn er bundinn af (líkt og vegna skilyrðis í erfðaskrá). Loks gæti slíkt gerst ef seljandinn lofar að fella brott skilyrði, svo sem veð, sem lýst hafði verið á fasteignina, en gerir það svo ekki.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.