Valtýr Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Valtýr Sigurðsson (f. 1945) er íslenskur lögfræðingur, fyrrverandi for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar og fyrrum ríkissaksóknari.

Hann starfaði sem dómarafulltrúi hjá bæjarfógetanum (sýslumanninum) í Keflavík frá 1971 til 1980. Þar stýrði hann upphafi rannsóknar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hann var héraðsdómari í Keflavík og Gullbringursýslu frá 1980 til 1988. Hann gegndi stöðu borgarfógeta í Reykjavík frá 1988 til 1992, embætti sem í dag fellur undir héraðsdóm. Frá 1992 til 2004 starfaði hann sem héraðsdómari í Reykjavík.[1]

Valtýr gegndi stöðu forstjóra Fang­els­is­mála­stofn­un­ar frá 2004 til 2008 og stöðu ríkissaksóknara frá 1. janúar 2008 til 1. apríl 2011.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. https://www.lex.is/logmenn/valtyr-sigurdsson/