Fara í innihald

Vallalaug

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vallalaug er heit uppspretta í landi Ytra-Vallholts í Vallhólmi í Skagafirði. Laugin er miðsvæðis í héraðinu og þar var samkomustaður og stundum þingstaður fyrr á öldum.[1] Þar var Sturla Sighvatsson með menn sína fyrir Örlygsstaðabardaga 1238 og stundum er getið um að menn hafi komið saman við Vallalaug.[2] Seinna var þar þriggja hreppa þing (fyrir Akrahrepp, Seyluhrepp og Lýtingsstaðahrepp) og kemur þingstaðurinn oft við sögu í gömlum dómum og öðrum heimildum.[3] Seinast mun hafa verið þingað við Vallalaug um miðja 18. öld.[4]

Laugin má nú heita horfin þar sem hún var virkjuð til hitaveitu. Ógreinilegar tóftir eru nálægt lauginni, líklega af gömlum búðum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Nafnið.is“. nafnid.arnastofnun.is (enska). Sótt 7 febrúar 2025.
  2. „Læknablaðið - 7-8. tölublað (15.07.2005) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 7 febrúar 2025.
  3. „Saga - 2. tölublað (2010) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 7 febrúar 2025.
  4. „Saga - 2. tölublað (2010) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 7 febrúar 2025.
  • Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar II. bindi. Staðarhreppur - Seyluhreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 2001. ISBN 978-9979-861-10-2