Valhneta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Valhnetur að þroskast á valnetutré
Þverskurðarmynd af valhnetukjarna

Valhneta er fræ sem er steinaldin samnefnds trés af hnotviðarætt sem vex í suðaustanverðri Evrópu og Asíu, oftast er átt við aldin af valhnetutrénu Juglans regia. Aldinið er hnöttótt, mjúkt og dökkgrænt og umlykur óslétta hnetu. Valhnetur eru grænar áður en þær þroskast en þroskaðar valhnetur hafa harða ljósbrúna skel.

Svartar valhnetur (Juglans nigra) eru stærri en aðrar valhnetur og með mjög harða skurn. Smjörhnetur eða hvítar valhnetur (Juglans cinera) þykja bragðgóðar, þær vaxa á Nýja-Englandi og eru einkum notaðar í sælgætisgerð en erfitt er að fletta skurn af þeim og þær geymast illa.

Valhnetur eru notað sem snarl eða settar heilar eða malaðar í ýmsan mat. Valhnetur eru næringarríkar og innihalda prótín og snerfilefni.

Grænar óþroskaðar valhnetur eru notaðar í mexíkanska réttinn chiles en nogada.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]