Vísitala neysluverðs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vísitala neysluverðs er viðmiðunarkvarði milli tímabila og lítur til verðbreytinga á vörum og þjónustu sem eru á útgjaldalið heimilanna. Algengt er að nota hana til að mæla verðbólgu á Íslandi. Þjóðhagsstofnanir eða sambærilegar stofnanir í flestum löndum reikna út vísitölu neysluverðs því hlutfallsleg breyting milli mánaða segir til um ástand verðbólgunar í landinu. Ásamt fólksfjölda og þjóðar- og landsframleiðslu eru vísitala neysluverðs með mikilvægustu hagtölum sem litið er til.

Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi fellur það í skaut Hagstofu Íslands að reikna út vísitölu neysluverðs samkvæmt lögum nr 12. frá 1995. Það er gert mánaðarlega.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.