Fara í innihald

Sérsveit ríkislögreglustjóra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Víkingasveitin)
Vopnaður sérsveitarmaður

Sérsveit ríkislögreglustjóra (stundum kölluð Víkingasveitin) er vopnuð sérsveit íslensku lögreglunnar, sem hefur m.a. hlotið þjálfun til að fást við aðstæður sem gætu komið upp við hryðjuverk. Stærð sérsveitarinnar hefur verið mjög breytileg, árið 2018 voru 46 sérsveitarmenn.[1] Í dag telja þeir færri en nákvæm tala er óvituð. Árið 2004 gaf ríkisstjórnin út að 52 skuli starfa í sérsveit og teljist þannig fullmönnuð. Mest hafa 46 verið í sérsveit.

Sérsveitin var upphaflega stofnuð þann 19. október 1982 sem sérsveit lögreglunnar í Reykjavík þegar fyrstu sérsveitarmennirnir höfðu lokið æfingum með norsku sérsveitinni, sem er stundum kölluð Delta.[heimild vantar] Það voru margar ástæður fyrir stofnun sérsveitarinnar íslensku, t.d. sú að árið 1976 lenti þota á Keflavíkurflugvelli sem hafði verið rænt af króatískum aðskilnaðarsinnum. Einnig hryðjuverkið á ólympíuleikunum í München árið 1972 sem varð til stofnun GSG-9, sérsveit þýsku lögreglunnar. Talið var ljóst að íslenska lögreglan þyrfti á vopnaðri sérsveit að halda til að geta brugðist við þeim breytilegum aðstæðum sem gætu komið upp.

1. júlí 1997 var embætti ríkislögreglustjóra stofnað, þá var ákveðið að sérsveit lögreglunnar í Reykjavík yrði færð undir það embætti og yrði þá Sérsveit ríkislögreglustjóra.

Árið 2003 ákvað Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, að fjölga í sérsveitinni. Sérsveitin var einungis með starfsstöð hjá ríkislögreglustjóra þar til þessi breyting átti sér stað en þá var tveimur starfsstöðum bætt við, hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli og hjá lögreglunni á Akureyri. Eftir sameiningu lögregluembættanna í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli þann 1. janúar 2007 varð til embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum og hefur nú sérsveitin starfsstöð þar.

Snemma morguns 2. desember 2013 beittu sérsveitarmenn í fyrsta sinn vopnum sínum á vettvangi, gegn manni sem hafið hafði skothríð úr íbúð sinni í Árbæjarhverfi Reykjavíkur. Maðurinn skaut að lögreglumönnum sem brotist höfðu inn í íbúð hans. Hann var þá skotinn til bana.[2]

Tölur yfir vopnuð útköll milli áranna 2003–2018[3]
Ártal Vopnuð útköll
2003: 52
2004: 38
2005: 36
2006: 42
2007: 53
2008: 48
2009: 68
2010: 63
2011: 63
2012: 72
2013: 82
2014: 79
2015: 104
2016: 108
2017: 298
1/1-30/9 2018: 177

Sérsveitin sinnir fjölmörgum verkefnum á ári hverju. Sérsveitin gerir út bíla sem standa vaktir á höfuðborgarsvæðinu ásamt því koma t.d. að þjálfun lögreglumanna hjá hinum ýmsu lögregluembættum landsins sem og sérstakri þjálfun og fræðslu í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Sérsveitin sinnir viðbótarlöggæslu við embættin þar sem hún hefur starfsstöð, þ.e.a.s. á Höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og á Akureyri. Sérsveitin aðstoðar einnig öll lögregluembættin á landinu, t.d. þegar handtaka þarf hættulega eða vopnaða aðila. Sérsveitin sinnir einnig vopnaðri gæslu þegar erlendir þjóðhöfðingjar koma hingað til lands.

Umsátur í Árbæjarhverfi

[breyta | breyta frumkóða]

Snemma nætur 2. desember 2013 var tilkynnt um tónlistarhávaða frá íbúð að Hraunbæ 20.[4] Um kl. 02:50 var fyrst leitað aðstoðar sérsveitar löggæslunnar upp í Hraunbæ 20. Löggæslumenn héldu að þar væri hafin skothríð i íbúð. Í ljós hefur komið, samanber skýrslu Ríkissaksóknara, að það var öllum sannleika fjarri [1] Geymt 23 mars 2023 í Wayback Machine. Meintur brotamaður í huga löggæslunnar, sem þeir vissu þá ekki hver var og höfðu ekki kannað það á leið sinni á vettvang, en samkvæmt tilkynningunni þá var íbúinn sem kvartað var undan nefndur M, en hann hét í raun og veru S. Siðar hafa þeir komist að því að viðkomandi maður sem dó af skotsárum af hendi sérsveitarinnar, hafði átt við mikil geðræn vandamál að stríða, hafði langa sögu afbrota að baki, meðal annars vopnalagabrot sem og brot gegn valdstjórninni. [2] Geymt 23 mars 2023 í Wayback Machine

Einn íbúi á vettvangi sem almennir löggæslumenn sem voru fyrstir á vettvang ræddu við, fullyrti að hann hefði heyrt skothvell úr íbúðinni skömmu eftir miðnætti. Aðrir nágrannar, samanber þeir sem tilkynntu um hávaðann á neyðarlínunni, ræddu einungis um að hávær tónlist hefði heyrst frá íbúðinni [3] Geymt 23 mars 2023 í Wayback Machine. Í skýrslu Ríkissaksóknara segir meðal annars um niðurstöðu rannsóknardeildar á vettvangi: „...ekkert sem bendir til að S hafi beitt skotvopni inni í íbúð sinni áður en lögregla kom á vettvang aðfararnótt 2. desember 2013“ Sérsveitin var síðan kölluð á svæðið klukkan 02:50 og gerði hún þá fyrstu atlögu að íbúðinni. Brynklæddir menn voru sendir til að reyna að ná sambandi við manninn. Maðurinn skaut að sérsveitarmanninum sem fyrstur fór inn í íbúðina að baki brynskjaldar síns og fékk hann skotið í skjöld sinn segir í skýrslunni. Tilkynning um að það stæði til að vopnast barst fjarskiptamiðstöð klukkan 03:09. Þegar klukkan var 03:23 var óskað í fjarskiptamiðstöð um skjóta aðstoð á vettvang. Klukkan 03:33 var bókað: „heildarútkall sent á sérsveit“, en verklagsreglur bjóða að svo sé gert þegar skotvopnum er beitt. Þetta mun hafa verið ákveðið eftir að sérsveitarmaður sá sem fyrstur fór inn í íbúð mannsins að baki brynskjaldar síns eftir að lásasmiður hafði borað út lásinn að íbúðinni. Mikil gagnrýni hefur komið fram um að lásasmiðurinn var algerlega óvarinn. Lásasmiðurinn segir að sér hafi ekki verið tilkynnt um að skotvopn gæti verið að ræða inni í íbúðinni sem honum gæti stafað hætta af, þá var honum hvorki boðið skothelt vesti við vinnu sína né var hægt að vernda hann með brynskjöldum meðan hann boraði út lásinn að íbúð S [4] Geymt 23 mars 2023 í Wayback Machine.

Fyrst um sinn kölluðu löggæslumenn, almennir, sem sérsveitarmenn, til mannsins sem M, en hann hét raunverulega S. Þetta leiðréttist þegar var verið að skora á S að leggja niður vopn. Þegar klukkan var 05:55 hóf sérsveitin að skjóta fjölda gasskotflauga inn í íbúð S [5] Geymt 23 mars 2023 í Wayback Machine. Klukkan 05:30 voru sendir tveir menn úr samningahópi sérsveitarinnar á vettvang. Aldrei kom þó til að þeir reyndu að hafa samband við S [6] Geymt 23 mars 2023 í Wayback Machine. Í skýrslu RSS kemur skýrt fram að lögregla á vettvangi reyndi allan tímann á vettvangi að ná sambandi við S en án árangurs. Hann svaraði ekki síma né margítrekuðum köllum og áskorunum lögreglumanna á vettvangi. En símtöl höfðu reynst árangurslaus áður þar sem einungis tók við talhólf í þeim tveimur símanúmerum sem skráð voru á S. Klukkan 06:06:13 var búið að skjóta inn í íbúð S, nánar tiltekið eldhúsgluggann fyrir miðju íbúðar, 10 gasskotflaugum. Þá strax á eftir var tilkynnt að S svaraði þeirri skothríð með skoti úr haglabyssu út um þann glugga sem gasskotflaugunum var skotið inn um og heyrist sá hvellur í upptökubúnaði fjarskipta löggæslumanna. Samtals var skotið inn 36 gasvökvaflaugum um eldhúsglugga sem og glugga svefnherbergisins og einhver þeirra fóru þó ekki inn [7] Geymt 23 mars 2023 í Wayback Machine. Samkvæmt skýrslum þá var samtals 10 af þeim skotið inn í svefnherbergi S eftir að hann var kominn þangað inn. Eftir þetta var tekin ákvörðun um að skjóta mun stærri gasflaug inn um útidyrahurð S til að knýja fram uppgjöf hans. Sú flaug inniheldur nærri fjórum sinum meira gasefni en hver þeirra fyrri [8] Geymt 23 mars 2023 í Wayback Machine, en hún hefur í för með sér sem kallað er væga íkveikihættu. Því var þegar þarna var komið sögu búið að kalla slökkvilið á vettvang. Samkvæmt framburði þeirra sem að aðgerðunum stóðu var fljótlega eftir að hinni stóru gasflaug var skotið í gegn um útidyr S tekin ákvörðun um að brjótast inn í íbúðina. Fyrirmæli um það komu frá vettvangsstjóra klukkan 06:41. Klukkan 06:42 er tilkynnt að aðgerðasveit sé inni í íbúðinni og sjá enga hreyfingu. Innan hálfrar mínútu er tilkynnt um að sérsveitarmaður sé sár. Strax í kjölfar þessa var tilkynnt um skotáverka á S og óskað eftir bráðaliða. Sár þess sérsveitarmanns voru sem betur fer ekki önnur samkvæmt skýrslu Ríkissaksóknara en minni háttar áverka á andliti sem áætlað er að megi rekja til hagla.

Samkvæmt rannsóknarskýrslunni þá fóru 4 sérsveitarmenn inn í íbúðina með skammbyssur sem og hriðskotabyssur og búnir skotheldum klæðnaði sem og höfuðhjálmum og gasgrímum. Tveir hinna fremri voru með brynskyldi að auki við hin brugðnu skotvopn. Kölluðu þeir á S: „vopnuð lögregla“ og þá strax mun S hafa skotið innan úr svefnherberginu, en það heyrist í upptökubúnaði sérsveitarinnar á vettvangi. Hinir brynvörðu sérsveitarmenn í skothelda klæðnaðinum töldu sig alla vera í lífshættu en gætu ekki hörfað og sóttu því áfram og hófu skothríð á móti þeirri sem S beindi að þeim, alls þremur haglaskotum. Á stuttri stund yfirbuguðu sérsveitarmennirnir S, enda þá orðinn óvígur af skotsárum úr skotvopnum sérsveitarmannanna [9] Geymt 23 mars 2023 í Wayback Machine.

S var úrskurðaður látinn á bráðadeild Landsspítala klukkan 06:58. Um dánarorsök samkvæmt krufningu segir í skýrslunni: „Krufningin leiddi í ljós rof á blóðrás vegna blæðingar til dauða sem dánarorsök. Blæðingin er af völdum tveggja skotsára, annað í brjóst og hinn (sic) í nára/þjóhnappa. .............Eiturefnagreining sýnir að maðurinn var undir áhrifum áfengis þegar hann lést“ [10] Geymt 23 mars 2023 í Wayback Machine.

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar tæknideildar löggæslunnar þá skaut S alls 6 haglaskotum. Tveimur þeirra skaut hann út um glugga í átt að bifreiðastæði þar sem sérsveitin var staðsett í skjóli við bifreiðir og brynskildi sína. Eitt þeirra í brynskjöld sérsveitarmanns sem í upphafi fór inn um dyr íbúðarinnar. Þrjú þeirra síðustu fóru í gegn um dyr íbúðar S eftir seinni inngöngu inn í íbúðarina af hinum fjórum sérsveitarmönnum. Þetta var í fyrsta skipti sem maður er skotinn til bana af lögregluyfirvöldum á Íslandi. [5]

Úrskurður Ríkissaksóknara

[breyta | breyta frumkóða]

Rannsókn ríkissaksóknara á skotárásinni í Hraunbæ í desember, þar sem maður lést eftir aðgerðir lögreglunnar, hefur verið hætt. Þetta kemur fram á vef embættisins. Þar segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til refsiverðrar háttsemi.

Sérsveitarmenn í Víkingasveitinni fá svipaða kennslu og þjálfun og aðrar sérsveitir á norðurlöndunum. Mikil og góð samskipti hafa verið á milli annarra sveita eins og norsku sveitarinnar Delta. Samkvæmt frétt á lögreglan.is: „Á tímabilinu 13. til 27. júní standa yfir hér á landi sameiginlegar æfingar sérsveitar norsku lögreglunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Norska sérsveitin kallast Beredskapstroppen Delta. Rekja má samstarf sérsveitanna til ársins 1982. Þá sóttu fyrstu meðlimir íslensku sérsveitarinnar nýliðanámskeið hjá norsku sérsveitinni og hefur samstarf sérsveitanna varað í 25 ár. Á þessum árum hafa íslenskir sérsveitarmenn margoft tekið þátt í námskeiðum og æfingum hjá norsku sérsveitinni og því sérstaklega ánægjulegt að norska sérsveitin skuli nú taka þátt í æfingum hérlendis með sérsveit ríkislögreglustjóra með svo fjölmennu lögregluliði. Um margvíslegar æfingar er að ræða. Alls taka um 100 sérsveitarmenn þátt í æfingunum. Svo fjölmenn sérsveitaræfing lögreglu hefur ekki áður verið haldin hér á landi. Ríkislögreglustjóri stýrir æfingunum í samvinnu við yfirmenn norsku sveitarinnar.“

Nýliðanámskeið

[breyta | breyta frumkóða]

Til að komast í sérsveit þarf að ljúka svokölluðu nýliðanámskeiði. Þau eru haldin annað hvert ár og var það haldið seinast árið 2020. Ekki er nákvæmlega vitað hvað fer fram á nýliðanámskeiði sérsveitar en þó eru gerðar ríkar líkamlegar kröfur. Þeir sem standast nýliðanámskeið geta sótt um starf í sérsveit þegar það eru auglýstar lausar stöður.

Þrekpróf sérsveitar

[breyta | breyta frumkóða]
  • 3 km þar sem lágmarkstími er 12 mín
  • 80 kg hnébeygjur, 15 endurtekningar
  • 80 kg bekkpressa, 10 endurtekningar
  • Upphífing með 25 kg þyngingu, framkvæmd einu sinni og svo er hangið 60 sek.
  • Planki í tvær mínútur

Undanfarin ár hefur verið mikið til umfjöllunar að engin kona starfi í sérsveit. Yfirmenn sérsveitar segja að aðsókn lögreglukvenna í sérsveit sé lítil og þær eigi helst erfitt með að standast líkamlegu kröfurnar þar sem umsækjendur þurfi að geta hlaupið hratt og lyft þungt allt í einni atrennu. Ríkislögreglustjóri hefur staðfest að þrekkröfur fyrir næsta nýliðanámskeið verði endurskoðað.[6]

MP5 hríðskotabyssa
Glock 17 skammbyssa

Tækjabúnaður

[breyta | breyta frumkóða]

Sérsveitin er vopnuð með eftirfarandi skotvopnum:

Þetta telst ekki tæmandi listi og er fjöldi bíla ekki nákvæmlega vitaður. Allir sérsveitar bílar í dag eru ómerktir.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 46 skipa sérsveit ríkislögreglustjóra Mbl.is sótt 27/8 2022
  2. Gunnar Dofri Ólafsson. „Sérsveitin aldrei gripið til vopna“, MBL, skoðað þann 3. desember 2013.
  3. https://www.althingi.is/altext/149/s/0483.html
  4. Ríkissaksóknari. „Greinargerð ríkissaksóknara vegna atvika í Hraunbæ“ (PDF).
  5. Íbúð byssumannsins“, MBL, skoðað þann 3. desember 2013.
  6. https://www.visir.is/g/20212122256d
  7. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/04/19/sersveitin_eflir_bunadinn_3/