Urtönd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Urtönd
Steggur í pörunarham (að ofan) og kolla
Steggur í pörunarham (að ofan) og kolla
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Undirætt: Buslendur (Anatinae)
Ættkvísl: Anas
Tegund:
A. crecca

Tvínefni
Anas crecca
Linnaeus, 1758
Útbreiðsla. Ljósgrænn: aðeins að sumri Dökkgrænn: allt árið Blár: aðeins að vetri
Útbreiðsla.
Ljósgrænn: aðeins að sumri
Dökkgrænn: allt árið
Blár: aðeins að vetri
Samheiti

Anas crecca crecca Linnaeus, 1758
Anas crecca nimia Friedmann, 1948

Anas crecca

Urtönd (fræðiheiti: Anas crecca) er minnst anda hérlendis. Höfuð og háls steggsins eru rauðbrúnn en aftur frá augum ganga grænir geirar um vanga, bryddaðir gulu. Bringan er mógul en flikrótt af ljósari fjaðrajöðrum. Búkur er af öðru leyti ljósgrár nema undir gumpur svartur með gulum blettum á hvorri hlið niður af brúnu stéli. Kollan er mógulflikrótt. Svo speglar beggja kynja grængljáandi, bryddaðir ljósum, en ofan þeirra ber kollan ljósa bekki sem verða áberandi á þöndum vængjum. Við þetta einkenni bætast hjá steggnum rákir, hvítar og svartar, milli vængja og baks. Stél beggja kynja tiltölulega löng og fleyglaga. Goggur beggja kynja er blágrár með dökkri nögl. Fætur eru gráir. Urtönd er lágfleygur fugl, flýgur hratt.

Eggin geta náð tugi. Varpstöðvar eru með lækjum og tjörnum, jafnt á heiðum sem láglendi. Hreiður er óvandað, klætt fjörðum og dúni. Urtönd er meira á ferli um kvöld og nætur en daga. Hún dylst tíðum og sést því ekki eins oft og aðrar endur.

Yfir vetrarmánuðina[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi eru urtendur algengar á Ölfusá yfir vetrarmánuðina. Þær sjást oft á grynningunum. Meðfram bökkum Ölfusár vestan við kirkjugarðinn sjást þær oft enda lítið um mannaferðir á þeim slóðum. Þar sækja þær í heitar lindir sem eru íslausar allann veturinn.

Fjöldi urtanda er mjög mismunandi eftir árum. Urtendur eru veiddar til matar en í litlu mæli.

Æti[breyta | breyta frumkóða]

Jurtir og smádýr.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.